20.03.2021
KA og Þór/KA léku bæði á útivelli í Lengjubikarnum í dag en KA mætti Breiðablik í 8-liða úrslitunum karlamegin en Þór/KA sótti Fylki heim í næstsíðustu umferð riðlakeppninnar
20.03.2021
Það er stórleikur á dagskrá á Kópavogsvelli klukkan 16:00 í dag þegar KA sækir Breiðablik heim í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins. Breiðablik er með hörkulið og vann alla leiki sína í riðlakeppninni og það með markatölunni 16-2
20.03.2021
Þór/KA sækir Fylki heim klukkan 16:15 í Lengjubikarnum í dag en liðin eru í harðri baráttu um sæti í undanúrslitunum og ljóst að gríðarlega mikilvæg stig eru í húfi
18.03.2021
Þór/KA barst heldur betur liðsstyrkur í dag þegar þrír leikmenn skrifuðu undir hjá félaginu fyrir komandi sumar. Þetta eru þær Sandra Nabweteme frá Úganda (framherji), Miranda Smith frá Kanada (miðjumaður) og Colleen Kennedy frá Bandaríkjunum (kantmaður/framherji)
16.03.2021
Aðalfundur Þórs/KA fyrir starfsárið 2020 verður haldinn í Hamri fimmtudaginn 18. mars næstkomandi og hefst klukkan 19:30. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf og hvetjum við alla sem eru áhugasamir um störf Þórs/KA að mæta og kynna sér það góða starf sem er unnið í kringum kvennafótboltann í bænum
15.03.2021
Lúðvík Gunnarsson þjálfari U15 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu valdi á dögunum hóp leikmanna fyrir úrtaksæfingar dagana 22.-24. mars næstkomandi. KA á alls þrjá fulltrúa í hópnum en KA varð Íslandsmeistari í aldursflokknum í sumar
14.03.2021
KA tók á móti Grindavík í lokaumferð riðlakeppni Lengjubikarsins í gærkvöldi. Aðrir leikir í riðlinum fóru fram fyrr um daginn og því var orðið ljóst að strákarnir þurftu að minnsta kosti stig til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar
07.03.2021
Þór/KA tók á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í Lengjubikarnum í Boganum í dag. Þór/KA var með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína en Breiðablik var með fjögur stig og ljóst að það yrði hart barist eins og ávallt þegar þessi lið mætast
07.03.2021
Þór/KA fær ansi verðugt verkefni í dag þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta norður í Bogann klukkan 15:30. Þór/KA hefur hafið mótið af krafti og er með fullt hús stiga eftir tvo sigra á Tindastól og FH. Breiðablik er hinsvegar með 4 stig eftir sigur á Stjörnunni og jafntefli gegn Fylki
06.03.2021
KA sótti Aftureldingu heim í Lengjubikarnum í dag en leikurinn var liður í næstsíðustu umferð riðlakeppninnar. Fyrir leik var KA með 6 stig eftir þrjá leiki en Afturelding með 3 stig og þó nokkur spenna í baráttunni um sæti í 8-liða úrslitum keppninnar