15.12.2018
KA lék sinn fyrsta leik á Kjarnafæðismótinu þetta árið í dag er liðið mætti liði Völsungs. Fyrirfram bjuggust margir við þurrum leik enda fyrsti æfingaleikur undirbúningstímabilsins en svo varð svo aldeilis ekki og KA liðið skoraði næstum því að vild í leiknum
15.12.2018
Meistaraflokkur KA hefur leik á Kjarnafæðismótinu í knattspyrnu í dag þegar liðið mætir Völsung frá Húsavík í Boganum klukkan 16:15. Það er hinsvegar ekki eini leikur dagsins því KA2 mætir Þór klukkan 14:15 og hvetjum við ykkur eindregið til að mæta og styðja okkar lið í upphafi undirbúningstímabilsins
15.12.2018
Meistaraflokkur KA í knattspyrnu býður uppá Knattspyrnuskóla í næstu viku í Boganum fyrir krakka fædda 2005-2012 þar sem höfuðáhersla er á einstaklingsþjálfun. Leikmenn meistaraflokks KA munu í samráði við vel menntaða þjálfara setja upp æfingar sem munu nýtast vel ofan á þær æfingar sem krakkarnir stunda venjulega yfir sumarið og veturinn
14.12.2018
Anna Rakel Pétursdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við sænska stórliðið Linköpings FC. Þetta er gríðarlega stórt og flott skref fyrir Önnu Rakel sem er tvítug að aldri en hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið 95 leiki fyrir Þór/KA sem og 4 A-landsliðsleiki fyrir Íslands hönd
14.12.2018
Það voru svo sannarlega ánægjuleg tíðindi í gær þegar alls sex leikmenn framlengdu samninga sína við lið Þórs/KA. Þetta voru þær Arna Sif Ásgrímsdóttir, Andrea Mist Pálsdóttir, Ágústa Kristinsdóttir, Hulda Björg Hannesdóttir, Lára Einarsdóttir og Margrét Árnadóttir
01.12.2018
Það ríkti mikil gleði á föstudagsframsögu KA í gærkvöldi þegar knattspyrnudeild KA tilkynnti um komu Almarrs Ormarssonar, Hauks Heiðars Haukssonar, Andra Fannars Stefánssonar og Alexanders Groven. Þá framlengdi Callum Williams samningi sínum við félagið að auki. Tómas Þór Þórðarson hélt svo ansi skemmtilega tölu sem sló í gegn á meðan gestir gæddu sér á úrvalsgrillkjöti
30.11.2018
Það var enginn smá liðsstyrkur sem KA barst í dag þegar tilkynnt var um komu þeirra Almarrs Ormarssonar, Hauks Heiðars Haukssonar og Andra Fannars Stefánssonar. Allir eru þeir uppaldir hjá KA og er gríðarlega jákvætt að sjá þá snúa aftur á heimaslóðirnar. Gríðarleg gleði braust út á föstudagsframsögu KA þar sem koma þeirra var tilkynnt
30.11.2018
KA barst í dag mikill liðsstyrkur frá Noregi er Alexander Groven skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Alexander er 26 ára örvfættur bakvörður og hefur mikla reynslu af fótbolta á háu stigi en hann hefur leikið 93 leiki í efstu deild í Noregi og gert í þeim þrjú mörk
30.11.2018
Þær gleðifregnir voru tilkynntar á föstudagsframsögu dagsins að Callum Williams hefði framlengt samningi sínum við KA um eitt ár. Callum sem er 27 ára gamall miðvörður hefur leikið með KA frá árinu 2015. Hann hefur spilað 79 leiki fyrir félagið og gert í þeim alls þrjú mörk
27.11.2018
Taktíkin er áhugaverður þáttur á N4 þar sem Skúli Bragi Magnússon kynnir sér íþróttalífið á Akureyri og í nágrenni bæjarins. Óli Stefán Flóventsson sem tók nýverið við sem þjálfari KA var viðmælandi Skúla í síðasta þætti þar sem hann ræddi hina ýmsu kanta knattspyrnunnar og framhaldið hjá KA