Fréttir

KA - Þór á morgun í Kjarnafæðismótinu

KA mætir Þór í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins annaðkvöld í Boganum kl. 19:15. Allur aðgangseyrir að leiknum mun renna óskiptur til Grófarinnar geðverndarmiðstöðvar en aðeins kostar 500 krónur inn á leikinn. Frítt er fyrir 16 ára og yngri. Athugið að ekki verður posi á svæðinu

Áfram fullt hús í Kjarnafæðismótinu

KA tók á móti Leikni Fáskrúðsfirði í Kjarnafæðismótinu í dag en leikurinn var næstsíðasti leikur liðanna í mótinu. Fyrir leikinn var KA með fullt hús stiga og markatöluna 22-0 en þurfti á sigri að halda til að fara upp fyrir Þór sem hafði leikið einum leik meira og var stigi fyrir ofan liðið

Torfi Tímoteus á láni til KA

Torfi Tímoteus Gunnarsson hefur skrifað undir eins árs lánssamning við knattspyrnudeild KA og mun því leika með liðinu í Pepsi deildinni í sumar. Torfi, sem verður tvítugur síðar í mánuðinum, kemur til KA frá Fjölni þar sem hann hefur leikið allan sinn feril og þekkir hann því ansi vel að klæðast gulu og bláu

KA mætir Leikni F. á sunnudag

KA tekur á móti Leikni Fáskrúðsfirði í Boganum sunnudag kl. 14:15 í Kjarnafæðismótinu. KA liðið hefur leikið gríðarlega vel á mótinu og hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína með markatölunni 22-0. Liðið hefur unnið stóra sigra á Völsung, KA2 og nú síðast Magna

KA selur Bjarna Mark til IK Brage

Bjarni Mark Antonsson er genginn til liðs við sænska liðið IK Brage sem kaupir hann frá KA. Bjarni sem gekk aftur til liðs við KA fyrir síðasta tímabil og lék hreint út sagt stórkostlega með liðinu í Pepsi deildinni og var meðal annars valinn leikmaður ársins af Schiöthurum stuðningsmannasveit KA

Ottó Björn á úrtaksæfingar hjá U-18

Þorvaldur Örlygsson þjálfari U-18 ára landsliðs karla í knattspyrnu hefur valið hóp leikmanna sem taka þátt í úrtaksæfingum dagana 1.-3. febrúar næstkomandi. KA á einn fulltrúa í hópnum en það er hann Ottó Björn og óskum við honum til hamingju með valið sem og góðs gengis á æfingunum

Frábær árangur KA á Stefnumóti helgarinnar

Það var heldur betur líf og fjör um helgina þegar Stefnumót KA fyrir 4. flokk kvenna í knattspyrnu fór fram í Boganum og á KA-velli. Alls léku 22 lið frá 13 félögum á mótinu og voru leiknir í heildina 55 leikir sem gera rúmlega 32 klukkutíma af fótbolta

Þriðji stórsigur KA á Kjarnafæðismótinu

KA og Magni mættust í gærkvöldi í Kjarnafæðismótinu en fyrir leikinn höfðu bæði lið unnið sína leiki og eftir 2-2 jafntefli Þórs gegn Völsung fyrr um daginn var ljóst að liðið sem færi með sigur af hólmi í leiknum myndi taka bílstjórasætið í baráttunni um sigur á mótinu

Stefnumót KA í 4. fl. kvenna um helgina

Í dag hefst Stefnumót KA fyrir 4. flokk kvenna í fótbolta en alls taka þátt 22 lið frá félögum hvaðanæva af landinu. Leikið verður bæði í Boganum og á KA-velli og má sjá niðurröðun mótsins hér fyrir neðan. Allir leikir í Boganum verða sýndir beint á KA-TV

Björgvin Máni á úrtaksæfingar hjá U-15

Lúðvík Gunnarsson þjálfari U-15 ára landsliðs karla í knattspyrnu valdi í dag hóp leikmanna sem tekur þátt í úrtaksæfingum 25.-27. janúar. KA á einn fulltrúa í hópnum en það er hann Björgvin Máni Bjarnason og óskum við honum til hamingju með valið sem og góðs gengis á æfingunum