Fréttir

Arna Sif best í Þór/KA, Sandra María í Pepsi deildinni

Lokahóf Þórs/KA fór fram um helgina og eins og vanalega voru þeir sem stóðu uppúr verðlaunaðir fyrir sína frammistöðu í sumar. Stelpurnar áttu frábært sumar en liðið varð Lengjubikarmeistari og Meistari Meistaranna. Þá varð liðið í 2. sæti deildarinnar og komst alla leið í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið stóð vel í stórliði Wolfsburg

Lokaleikur sumarsins í Kópavoginum

Í dag klukkan 14:00 fer fram lokaumferðin í Pepsi deild karla og sækir KA lið Breiðabliks heim á Kópavogsvöllinn. Þetta verður síðasti leikur KA undir stjórn Tufa og hvetjum við að sjálfsögðu alla KA menn fyrir sunnan til að drífa sig á völlinn og styðja strákana

Þór/KA úr Meistaradeildinni með reisn

Meistaradeildarævintýri Þórs/KA lauk í dag eftir 2-0 tap gegn stórliði Wolfsburg í Þýskalandi. Wolfsburg hafði áður unnið fyrri leikinn 0-1 á Þórsvelli og fer því áfram í næstu umferð eftir 3-0 samanlagðan sigur. Það verður að segjast að þetta er mikið afrek hjá stelpunum að halda jafn vel í við jafn sterkt lið og Wolfsburg

Lokahóf Knattspyrnudeildar á laugardag

Knattspyrnudeild KA heldur lokahóf sitt á laugardaginn á Greifanum. KA liðið leikur lokaleik sinn í deildinni fyrr um daginn er liðið sækir Breiðablik heim, svo verður sumarið gert upp á skemmtilegan hátt um kvöldið. Húsið opnar klukkan 19:30 með fordrykk

Þór/KA sækir Wolfsburg heim á morgun

Síðari viðureign Þórs/KA og Wolfsburg í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fer fram á morgun í Þýskalandi. Leikurinn hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma og stefnir Wolfsburg á að sýna leikinn beint á facebook síðu sinni

Myndir frá sigri KA á Grindavík

KA vann 4-3 sigur á Grindavík í mögnuðum markaleik á Greifavellinum í gær en leikurinn var síðasti heimaleikur KA í sumar og fengu áhorfendur svo sannarlega eitthvað fyrir sinn snúð. Myndirnar tók Sævar Geir Sigurjónsson, smelltu á myndina hér fyrir neðan til að sjá myndaalbúmið

Markaveisla í sigri KA á Grindavík

KA og Grindavík áttust við í 21. umferð Pepsi deildarinnar. Liðin buðu upp á sannkallaða markaveislu og voru alls skoruð sjö mörk í æsispennandi leik. Þar sem KA hafði betur 4-3.

Síðasti heimaleikur KA í sumar

KA tekur á móti Grindavík á morgun, sunnudag í síðasta heimaleik sumarsins. Liðin eru jöfn að stigum fyrir leikinn en KA er ofar á hagstæðari markatölu

Stjarnan tekur á móti Þór/KA í dag

Þór/KA leikur lokaleik sinn í Pepsi deild kvenna í sumar er liðið sækir Stjörnuna heim í dag klukkan 14:00. Stigalega séð er lítið í húfi en fyrir leikinn er ljóst að Þór/KA endar í 2. sæti deildarinnar og Stjarnan nær 3. sætinu

KA Bikarmeistari AL-NL í 3. kvenna

KA varð á dögunum Bikarmeistari Norður-Austurlands í 3. flokki kvenna eftir flottan sigur 0-1 sigur á sameiginlegu liði Austurlands. Úrslitaleikurinn fór fram á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum og var um hörkuleik að ræða þar sem bæði lið reyndu allt til að ná sigrinum