30.07.2018
Knattspyrnumótið Rey Cup fór fram í Reykjavík um helgina og tók KA þátt í keppni 3. flokki kvenna og 4. flokki karla og kvenna. 3. flokkur kvenna gerði sér lítið fyrir og vann mótið eftir svakalegan úrslitaleik gegn Haukum þar sem eina mark leiksins kom á lokasekúndunum. Frábær frammistaða hjá liðinu og mjög jákvætt að hampa sigri á þessu flotta móti
29.07.2018
KA sækir Bikarmeistara ÍBV heim í dag klukkan 16:00 í 14. umferð Pepsi deildar karla. KA liðið er búið að vera á miklu skriði að undanförnu og hefur unnið síðustu þrjá leiki sína. Liðið hefur náð að slíta sig frá neðri hlutanum og er aðeins tveimur stigum frá 4. sætinu og því mikilvægt að halda áfram á sigurbraut
28.07.2018
Það er meistaraslagur á Þórsvelli í dag klukkan 13:30 þegar Íslandsmeistarar Þórs/KA taka á móti Bikarmeisturum ÍBV í Pepsi deild kvenna. ÍBV hefur verið í smá vandræðum í sumar en fékk Bryndísi Láru Hrafnkelsdóttur í markið nýlega en hún varð einmitt Íslandsmeistari með Þór/KA í fyrra og lék 4 leiki með liðinu í deildinni í sumar
25.07.2018
Nú er undirbúningur hafinn fyrir tímabilið 2018-2019 í yngriflokkum KA í knattspyrnu. Stefnan er að halda áfram að bæta starfið og er því mikilvægt að hafa öfluga þjálfara. Við erum heppin að vera með marga slíka en erum að athuga hvort fleiri öflugir einstaklingar eru klárir að þjálfa fyrir félagið.
22.07.2018
KA tók á móti Fylkismönnum í 13. umferð Pepsi deildarinnar í kvöld en mikið var undir í leiknum. Fylkismenn sem voru í fallsæti fyrir leik gátu komist stigi á eftir KA með sigri á sama tíma og KA gat blandað sér allhressilega inn í pakkann fyrir miðri deild með sigri
22.07.2018
Íslandsmeistarar Þórs/KA sóttu nýliða HK/Víkings heim í Víkina í dag í 11. umferð Pepsi deildar kvenna. Mörgum liðum hefur gengið erfiðlega með að brjóta baráttuglatt lið HK/Víkings á bak aftur og stelpurnar þurftu að sýna þolinmæði í dag til að sigla sigrinum heim
19.07.2018
Ólafur Aron Pétursson er genginn til liðs við Magna frá Grenivík á láni frá KA út tímabilið.
19.07.2018
KA liðið hefur verið að klífa upp töfluna í Pepsi deildinni eftir mjög gott gengi að undanförnu. Nú þegar 12 umferðir eru búnar þá er KA með 15 stig og er aðeins 4 stigum frá 4. sætinu en á sama tíma aðeins 4 stigum frá 11. sætinu sem er fallsæti
19.07.2018
Knattspyrnudeild KA og Völsungur hafa komist að samkomulagi um að framherjinn ungi hann Sæþór Olgeirsson verði lánaður til Völsungs út tímabilið. Sæþór er uppalinn hjá Völsungum og gekk í raðir KA fyrir sumarið. Sæþór kom við sögu í 6 leikjum í deild og bikar með KA á tímabilinu
19.07.2018
Hlaðvarpsþáttur KA er mættur aftur á svæðið eftir smá hlé og mæta þeir félagar Siguróli Magni Sigurðsson og Hjalti Þór Hreinsson með þétthlaðinn þátt þessa vikuna. Þeir fara vel yfir frábært gengi KA og Þórs/KA í Pepsi deildunum að undanförnu og rýna í komandi leiki