Fréttir

Frábær sigur KA á Víkingum

KA tók á móti Víking í 7. umferð Pepsi deildar karla í dag á Akureyrarvelli. Mikil gleði var í kringum leikinn en KA menn tóku daginn snemma á KA-svæðinu þar sem allar greinar innan KA voru í boði, grillaðar voru pylsur, andlitsmálning og allskonar fleira skemmtilegt. Því næst arkaði hópurinn niður á Akureyrarvöll og það í þessari frábæru blíðu. Mætingin á leikinn var líka til fyrirmyndar en tæplega 1.000 manns mættu á völlinn

Stjarnan sló Þór/KA út í Bikarnum

Það var enginn smá leikur á Þórsvelli í dag þegar Þór/KA tók á móti Stjörnunni í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Stjarnan fór alla leið í bikarúrslitin í fyrra einmitt eftir að hafa slegið út okkar lið og voru okkar stelpur staðráðnar í að hefna fyrir tapið í fyrra enda stefnan að vinna alla bikarana sem í boði eru

Bikarslagur Þórs/KA og Stjörnunnar á morgun

Það er enginn smá leikur í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins hjá Þór/KA á morgun þegar liðið tekur á móti Stjörnunni. Leikurinn fer fram á Þórsvelli og hefst klukkan 17:15 og er alveg ljóst að stelpurnar þurfa á öllum þeim stuðning að halda sem í boði er

Bikardraumurinn úti eftir tap gegn FH

KA átti erfitt verkefni í kvöld þegar liðið sótti FH-inga heim í Kaplakrika í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Ekki nóg með að FH liðið sé ógnarsterkt að þá voru skörð höggvin í leikmannahóp KA en Guðmann Þórisson, Hallgrímur Jónasson, Callum Williams og Elfar Árni Aðalsteinsson voru allir frá

Bikarslagur FH og KA á morgun

Það er skammt stórra högga á milli hjá KA liðinu þessa dagana en liðið mætir FH í Kaplakrika á morgun í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Liðin mættust nýverið í Pepsi deildinni á sama stað og eftir markalausan fyrri hálfleik þá unnu Hafnfirðingar 3-1 sigur

Þrjár úr Þór/KA í A-landsliðinu

Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu tilkynnti í dag hópinn fyrir leikinn gegn Slóveníu í undankeppni HM 2019. Þór/KA á hvorki fleiri né færri en þrjá fulltrúa í hópnum en það eru þær Anna Rakel Pétursdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir og Sandra María Jessen

KR lagði KA að velli 2-0

Það var enginn smá leikur í Pepsi deild karla í dag þegar KA sótti KR-inga heim í Frostaskjól. Bæði lið voru ósátt með stigasöfnun sína í deildinni til þessa og það voru því mikilvæg stig í boði og úr varð fínn leikur þar sem bæði lið sóttu til sigurs

Stórsigur Þórs/KA í Hafnarfirðinum

Það virðist fátt geta stöðvað Íslandsmeistara Þórs/KA í upphafi sumars en stelpurnar mættu í Kaplakrika í dag og mættu liði FH. Fyrir leikinn höfðu stelpurnar unnið alla leiki sumarsins og það varð engin breyting á því eftir leik dagsins

Stórleikur í Frostaskjóli, KR - KA

Það er enginn smá leikur á morgun hjá strákunum þegar KA mætir suður og leikur gegn stórliði KR. Bæði lið hafa farið rólegar af stað heldur en ætlunin var og því ljóst að það eru mjög mikilvæg 3 stig í boði í slag liðanna á morgun

Þór/KA sækir FH heim á morgun

Íslandsmeistarar Þór/KA mæta í Kaplakrika á morgun og mæta þar liði FH í 5. umferð Pepsi deildar kvenna. Leikurinn hefst klukkan 16:00 en FH er í 7. sæti deildarinnar með 3 stig á meðan Þór/KA er á toppi deildarinnar ásamt Breiðablik með fullt hús stiga