Fréttir

KA ætlar sér sigur í lokaleiknum fyrir HM

KA tekur á móti Stjörnunni í stórleik í Pepsi deildinni á morgun, fimmtudag, klukkan 18:00. Þetta er síðasti leikur liðsins fyrir HM frí og um að gera að mæta á Akureyrarvöll og styðja strákana til sigurs. Stemningin á síðustu leikjum hefur verið til fyrirmyndar og er um að gera að halda því áfram!

Hrannar Björn með 100 leiki fyrir KA

Bakvörður okkar KA manna hann Hrannar Björn Steingrímsson lék í gær sinn 100. leik fyrir KA í deild- og bikarkeppni. Hrannar Björn hefur í þessum 100 leikjum skorað 1 mark en það var glæsilegt mark gegn Fjölni á útivelli í Pepsi deildinni síðasta sumar

Svekkjandi tap eftir flotta frammistöðu

KA sótti Íslandsmeistara Vals heim í 8. umferð Pepsi deildar karla í gær. Bæði lið ætluðu sér sigurinn og úr varð hörkuleikur með áherslu á hörku enda voru alls 10 gul spjöld í leiknum, 5 á hvort lið og fengu báðir þjálfararnir að líta gula spjaldið

KA sækir Valsara heim á morgun

Baráttan í Pepsi deildinni heldur áfram og á morgun sækir KA Íslandsmeistara Vals heim að Hlíðarenda. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og hvetjum við að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta á svæðið og styðja okkar lið til sigurs

Coerver skólinn á KA-svæðinu 18.-22. júní

Coerver Coaching International Camp verður á KA-svæðinu 18.-22. júní. Þessar frábæru knattspyrnubúðir eru fyrir alla drengi og stúlkur fædd 2004-2010. Skólinn býður upp á sérhæfðar tækniæfingar og eru frábær viðbót fyrir þá sem ætla sér alla leið í fótboltanum. Tvær æfingar eru á dag, heitur hádegismatur er innifalinn milli æfinga sem og fyrirlestur um mataræði og hugarfar knattspyrnumanna

Myndaveisla frá stórsigrinum í gær

Um 1.000 manns mættu á Akureyrarvöll í gær þegar KA vann frábæran 4-1 sigur á Víkingum í 7. umferð Pepsi deildarinnar á Akureyrarvelli í gær og sótti 3 gríðarlega mikilvæg stig. Gestirnir sáu aldrei til sólar í leiknum þrátt fyrir gríðarlegt sólskin og mikinn hita. Hér fyrir neðan má sjá myndir Þóris Tryggvasonar frá leiknum

Frábær sigur KA á Víkingum

KA tók á móti Víking í 7. umferð Pepsi deildar karla í dag á Akureyrarvelli. Mikil gleði var í kringum leikinn en KA menn tóku daginn snemma á KA-svæðinu þar sem allar greinar innan KA voru í boði, grillaðar voru pylsur, andlitsmálning og allskonar fleira skemmtilegt. Því næst arkaði hópurinn niður á Akureyrarvöll og það í þessari frábæru blíðu. Mætingin á leikinn var líka til fyrirmyndar en tæplega 1.000 manns mættu á völlinn

Stjarnan sló Þór/KA út í Bikarnum

Það var enginn smá leikur á Þórsvelli í dag þegar Þór/KA tók á móti Stjörnunni í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Stjarnan fór alla leið í bikarúrslitin í fyrra einmitt eftir að hafa slegið út okkar lið og voru okkar stelpur staðráðnar í að hefna fyrir tapið í fyrra enda stefnan að vinna alla bikarana sem í boði eru

Bikarslagur Þórs/KA og Stjörnunnar á morgun

Það er enginn smá leikur í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins hjá Þór/KA á morgun þegar liðið tekur á móti Stjörnunni. Leikurinn fer fram á Þórsvelli og hefst klukkan 17:15 og er alveg ljóst að stelpurnar þurfa á öllum þeim stuðning að halda sem í boði er

Bikardraumurinn úti eftir tap gegn FH

KA átti erfitt verkefni í kvöld þegar liðið sótti FH-inga heim í Kaplakrika í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Ekki nóg með að FH liðið sé ógnarsterkt að þá voru skörð höggvin í leikmannahóp KA en Guðmann Þórisson, Hallgrímur Jónasson, Callum Williams og Elfar Árni Aðalsteinsson voru allir frá