Fréttir

Myndaveisla frá sigri Þórs/KA á KR

Stelpurnar í Þór/KA halda áfram að vinna sína leiki en í gær vannst sterkur 2-0 sigur á KR á Þórsvellinum. Liðið hefur þar með unnið fyrstu fjóra leiki sína í deildinni og útlitið mjög gott. Þórir Tryggvason ljósmyndari var á vellinum í gær og myndaði í bak og fyrir

Sigurganga Þór/KA heldur áfram

Stelpurnar í Þór/KA byrja sumarið stórkostlega en í kvöld tóku þær á móti KR í 4. umferð Pepsi deildar kvenna. Fyrir leikinn var liðið með fullt hús stiga á toppi deildarinnar og það breyttist ekkert eftir leik kvöldsins

Myndaveisla úr Keflavíkurleiknum

KA tók á móti Keflavík í 5. umferð Pepsi deildarinnar á Akureyrarvelli í gær í leik þar sem mikil barátta einkenndi leikinn. Þegar upp var staðið tókst hvorugu liðinu að skora og markalaust jafntefli því niðurstaðan. Þórir Tryggvason var á leiknum og myndaði í bak og fyrir

Þór/KA fékk stórleik í bikarnum

Dregið var í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í hádeginu og fengu Íslandsmeistarar Þórs/KA svakalegan heimaleik en liðið dróst á móti Stjörnunni. Áætlað er að leikur liðanna fari fram 1.-3. júní og er ljóst að stelpurnar fara ekki auðveldustu leiðina að bikarúrslitaleiknum í ár

Heimaleikur hjá Þór/KA gegn KR

Þór/KA tekur á móti KR á Þórsvelli í dag klukkan 17:30 í 4. umferð Pepsi deildar kvenna. Stelpurnar hafa farið frábærlega af stað í sumar og eru á toppnum með fullt hús stiga og markatöluna 10-1. Af þessum 10 mörkum þá hefur Sandra María Jessen skorað 5 og Sandra Mayor 3. Það er því ansi líklegt að upplegg KR liðsins í dag sé að loka Söndrurnar tvær

Markalaust jafntefli gegn Keflavík

KA tók á móti Keflavík á Akureyrarvelli í 5. umferð Pepsi deildar karla í kvöld. Fyrir leikinn var KA með 4 stig en nýliðar Keflavíkur voru með 1 stig, það var því alveg ljóst að mikilvæg stig voru í húfi og úr varð baráttuleikur

KA tekur á móti Keflavík á morgun

Fjörið heldur áfram í Pepsi deild karla og tekur KA á móti Keflavík á morgun, þriðjudag, á Akureyrarvelli klukkan 19:15. KA tapaði síðasta leik gegn FH í Hafnarfirði 3-1 og er ljóst að strákarnir eru staðráðnir í að bæta við þremur stigum gegn Keflvíkingum en KA er með 4 stig eftir fyrstu fjóra leiki sína. Nýliðar Keflavíkur hafa hinsvegar 1 stig en það kom eftir 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni

KA - Keflavík færður til þriðjudags

Næsti leikur KA í Pepsi deildinni hefur verið færður yfir á þriðjudaginn en það er heimaleikur gegn nýliðum Keflavíkur. Leikurinn átti að fara fram á mánudag en nýr leiktími er klukkan 19:15 á þriðjudag og fer leikurinn að sjálfsögðu fram á Akureyrarvelli

3-1 tap gegn FH í Krikanum

KA mætti sterku liði FH í Kaplakrika í 4. umferð Pepsi deildar karla. Ljóst var fyrir leikinn að erfitt verkefni væri fyrir hendi enda hefur FH verið besta lið landsins undanfarin ár en fyrir leikinn var FH með 6 stig í 2. sætinu og KA með 4 stig í 5. sætinu

KA mætir í Kaplakrika í dag

KA á krefjandi verkefni fyrir höndum í dag þegar liðið sækir FH heim í Kaplakrika í 4. umferð Pepsi deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og má búast við svakalegum leik en liðin gerðu jafntefli í báðum viðureignum sínum á síðustu leiktíð. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr 2-2 jafntefli þeirra í Kaplakrika