27.06.2018
Í síðustu viku var Coerver Coaching International Camp á KA-svæðinu en það er knattspyrnuskóli fyrir stráka og stelpur fædd 2004-2010. Mikil ánægja var með skólann en þetta er annað árið sem KA og Coerver bjóða upp á námskeiðið hér á KA-svæðinu. Mjög færir erlendir þjálfarar koma og leiðbeina krökkunum ásamt þjálfurum frá KA
25.06.2018
Um helgina fór fram Greifamót KA en það er mót fyrir 7. flokk kvenna. Þetta er þriðja árið sem mótið fer fram hér á KA-svæðinu og tókst mótið afar vel upp. Gleðin var í fyrirrúmi hjá stelpunum sem og aðstandendum þeirra og ekki skemmdi fyrir að veðurguðirnir voru góðir við okkur um helgina
24.06.2018
Það var svo sannarlega stórslagur á Þórsvelli í dag þegar topplið Breiðabliks kom í heimsókn á Þórsvöll í uppgjöri efstu tveggja liða Pepsi deildar kvenna. Sigur myndi koma okkar liði í toppsætið en tap hefði komið liðinu í erfiða stöðu í toppbaráttunni og því ljóst að stelpurnar hreinlega yrðu að sækja til sigurs
23.06.2018
Það er enginn smá leikur í Pepsi deild kvenna á morgun, sunnudag, þegar Íslandsmeistarar Þórs/KA taka á móti toppliði Breiðabliks í uppgjöri toppliða deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og má reikna með svakalegum leik enda tvö bestu lið landsins
22.06.2018
Íslandsmeistarar Þórs/KA leika að sjálfsögðu í Meistaradeild Evrópu í ár, í dag var dregið í riðla nú rétt í þessu. Alls er leikið í 10 riðlum og fer sigurvegari riðilsins beint áfram í 32-liða úrslit og þau tvö lið með besta árangurinn í 2. sætinu. Það er því alveg ljóst að ef stelpurnar ætla sér áfram í 32-liða úrslitin þá þurfa þær að stefna á sigur í riðlinum
20.06.2018
Í dag milli kl. 16:45 og 18:00 munum við afhenda gjafabréf fyrir keppnistreyjum sem fylgja með æfingagjöldum sumarsins. Afhending fer fram í KA-heimilinu en treyjan sjálf er afhent í Toppmenn og Sport. Nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga
19.06.2018
Þór/KA mætti til Selfoss í fyrsta leik sínum eftir landsleikjahlé og mætti þar heimastúlkum en fyrir leikinn var okkar lið með fullt hús stiga á toppi deildarinnar á meðan Selfoss var í því 6. með 4 stig. Þrátt fyrir að stigin séu ekki fleiri hjá Selfyssingum þá hefur liðið verið að koma til og fékk í hléinu nokkrar stelpur sem eru í háskólaboltanum
19.06.2018
Pepsi deild kvenna fer aftur af stað eftir landsleikjahlé og sækja Íslandsmeistarar Þórs/KA lið Selfoss heim í dag klukkan 18:00. Alls voru þrír leikmenn úr Þór/KA í landsliðshópnum sem undirbjó sig fyrir hinn góða 2-0 sigur á Slóveníu en það voru þær Sandra María Jessen, Arna Sif Ásgrímsdóttir og Anna Rakel Pétursdóttir
14.06.2018
KA tók á móti Stjörnunni í 9. umferð Pepsi deildarinnar á Akureyrarvelli í dag. Þetta var síðasti leikurinn fyrir stutt HM frí en KA hafði fengið 7 af 8 stigum sínum í sumar á heimavelli og var greinilegt að menn ætluðu sér að klífa upp töfluna með sigri í dag
13.06.2018
KA tekur á móti Stjörnunni í stórleik í Pepsi deildinni á morgun, fimmtudag, klukkan 18:00. Þetta er síðasti leikur liðsins fyrir HM frí og um að gera að mæta á Akureyrarvöll og styðja strákana til sigurs. Stemningin á síðustu leikjum hefur verið til fyrirmyndar og er um að gera að halda því áfram!