Fréttir

Myndaveisla úr Breiðabliksleiknum

KA og Breiðablik gerðu markalaust jafntefli í gær á Greifavellinum í 10. umferð Pepsi deildar karla. Leikurinn var fjörugur og skemmtilegur en KA lék manni færri nær allan síðari hálfleikinn en náðu að halda út og sigla inn góðu stigi gegn öflugu liði Blika

30 ár frá fyrsta sigri KA á N1-mótinu

N1-mót KA hefst á þriðjudaginn og er mótið í ár það 32. í röðinni en fyrsta mótið var haldið árið 1987. Mótið er í dag orðið gríðarlega stórt og taka þátt alls 188 lið í ár og eru leiknir samtals 840 leikir frá miðvikudegi til laugardags. Mótið hefur stækkað frá ári til árs og er eitt af aðalsmerkjum félagsins

10 KA menn héldu út gegn Blikum

KA lék sinn fyrsta leik í Pepsi deildinni í dag eftir HM hlé þegar Breiðablik kom norður á Greifavöllinn. Leikurinn var liður í 10. umferð deildarinnar og var ljóst fyrir leik að KA þyrfti eitthvað útúr leiknum enda var liðið í 10. sæti fyrir leikinn

Akureyrarvöllur verður Greifavöllurinn

Knattspyrnudeild KA og Greifinn Veitingahús hafa komist að samkomulagi um að hér eftir mun heimavöllur KA í Pepsi-deild karla bera nafnið Greifavöllurinn. Fyrsti leikur KA á vellinum með hinu nýja nafni er einmitt í dag þegar liðið tekur á móti Breiðablik klukkan 16:00

Mikilvægur heimaleikur á sunnudaginn!

KA tekur á móti Breiðablik á sunnudag í fyrsta leik í Pepsi deildinni eftir HM hlé og er leikurinn liður í 10. umferð deildarinnar. Heimavöllurinn hefur reynst KA liðinu gríðarlega mikilvægur og það mun reyna á stuðning okkar í stúkunni á sunnudaginn enda er Breiðablik með hörkulið

Coerver skólinn fór fram í síðustu viku

Í síðustu viku var Coerver Coaching International Camp á KA-svæðinu en það er knattspyrnuskóli fyrir stráka og stelpur fædd 2004-2010. Mikil ánægja var með skólann en þetta er annað árið sem KA og Coerver bjóða upp á námskeiðið hér á KA-svæðinu. Mjög færir erlendir þjálfarar koma og leiðbeina krökkunum ásamt þjálfurum frá KA

Greifamót KA tókst afar vel um helgina

Um helgina fór fram Greifamót KA en það er mót fyrir 7. flokk kvenna. Þetta er þriðja árið sem mótið fer fram hér á KA-svæðinu og tókst mótið afar vel upp. Gleðin var í fyrirrúmi hjá stelpunum sem og aðstandendum þeirra og ekki skemmdi fyrir að veðurguðirnir voru góðir við okkur um helgina

Þór/KA á toppinn með glæsisigri

Það var svo sannarlega stórslagur á Þórsvelli í dag þegar topplið Breiðabliks kom í heimsókn á Þórsvöll í uppgjöri efstu tveggja liða Pepsi deildar kvenna. Sigur myndi koma okkar liði í toppsætið en tap hefði komið liðinu í erfiða stöðu í toppbaráttunni og því ljóst að stelpurnar hreinlega yrðu að sækja til sigurs

Toppslagur hjá Þór/KA á morgun

Það er enginn smá leikur í Pepsi deild kvenna á morgun, sunnudag, þegar Íslandsmeistarar Þórs/KA taka á móti toppliði Breiðabliks í uppgjöri toppliða deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og má reikna með svakalegum leik enda tvö bestu lið landsins

Þór/KA leikur á N-Írlandi í Meistaradeildinni

Íslandsmeistarar Þórs/KA leika að sjálfsögðu í Meistaradeild Evrópu í ár, í dag var dregið í riðla nú rétt í þessu. Alls er leikið í 10 riðlum og fer sigurvegari riðilsins beint áfram í 32-liða úrslit og þau tvö lið með besta árangurinn í 2. sætinu. Það er því alveg ljóst að ef stelpurnar ætla sér áfram í 32-liða úrslitin þá þurfa þær að stefna á sigur í riðlinum