Fréttir

HK knúði fram hreinan úrslitaleik kvennamegin

HK tók á móti KA í fjórða leik liðanna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna í Fagralundi í kvöld. Rétt eins og í síðasta leik hefði KA tryggt sér titilinn með sigri en HK var að berjast fyrir lífi sínu og þurfti sigur til að halda einvíginu gangandi

Stelpurnar ætla sér titilinn í kvöld!

Það er komið að fjórða leik KA og HK um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna. Stelpurnar okkar leiða 2-1 og tryggja titilinn með sigri en það er ljóst að lið HK mun ekki gefa neitt eftir. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:30 í Fagralundi í Kópavogi og hvetjum við að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta og styðja okkar lið í þessum risaleik

Endurkoma KA tryggði hreinan úrslitaleik

Karlalið KA var með bakið uppvið vegg er liðið sótti HK heim í fjórða leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki. HK myndi hampa titlinum með sigri en KA liðið þurfti á sigri að halda til að knýja fram hreinan úrslitaleik um titilinn og því ansi mikið undir í Fagralundi í Kópavogi

Strákarnir þurfa á sigri að halda í blakinu

Það er sannkallaður risaleikur í Fagralundi í kvöld kl. 19:30 er KA sækir HK heim í fjórðu viðureign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla. HK leiðir einvígið 2-1 og tryggir því titilinn með sigri í kvöld en KA liðið er staðráðið í að tryggja sér hreinan úrslitaleik í KA-Heimilinu

Myndaveisla frá blakleik KA og HK í gær

Það var heldur betur líf og fjör í KA-Heimilinu í gær er KA og HK mættust í þriðja leik sínum í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna. KA liðið gat tryggt titilinn en gestirnir urðu að vinna til að halda lífi í sínum vonum. Það var vel mætt í stúkuna og áhorfendur létu vel í sér heyra

HK hélt lífi í einvíginu með 1-3 sigri

KA gat tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna í dag er liðið tók á móti HK í þriðja leik liðanna. Stelpurnar höfðu unnið frekar sannfærandi sigra í fyrstu tveimur leikjunum en ljóst var að lið HK hafði ekki sagt sitt síðasta og því mátti búast við hörkuleik í dag sem svo sannarlega varð raunin

Bakið uppvið vegg eftir maraþonleik

Eftir sannfærandi sigur í gær var smá óvissa í kringum KA liðið fyrir þriðja leik liðsins gegn HK í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla. Filip Szewczyk spilandi þjálfari var í banni og mætti því Davíð Búi Halldórsson ein mesta blakkempa Íslands í hóp KA í hans stað

3-1 sigur og stelpurnar geta tryggt á morgun!

KA og HK mættust í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna í dag. KA hafði unnið fyrsta leik liðanna og gat með sigri komið sér í lykilstöðu en vinna þarf þrjá leiki til að hampa Íslandsmeistaratitlinum

Strákarnir jöfnuðu metin með góðum sigri

Það var ansi mikið undir í leik KA og HK er liðin mættust í öðrum leik sínum í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla. HK hafði unnið fyrsta leikinn og því varð KA að knýja fram sigur til að jafna metin í einvíginu

Stór blakhelgi í KA-Heimilinu framundan

Það er risahelgi framundan í KA-Heimilinu þegar karla- og kvennalið KA taka tvívegis á móti HK í úrslitaeinvígunum um Íslandsmeistaratitilinn. Liðin okkar eru bæði Deildar- og Bikarmeistarar og stefna svo sannarlega á að tryggja þriðja og stærsta titilinn