Fréttir

Paula, Elma, Mateo og Sigþór Íslandsmeistarar í strandblaki

Íslandsmótið í strandblaki fór fram um helgina og má með sanni segja að árangur leikmanna KA á mótinu hafi verið til fyrirmyndar. Í karlaflokki urðu þeir Miguel Mateo Castrillo og Sigþór Helgason Íslandsmeistarar og í kvennaflokki urðu þær Paula del Olmo og Hulda Elma Eysteinsdóttir Íslandsmeistarar

Strandblaksæfingar krakka hefjast 17. júní

Blakdeild KA verður með strandblaksæfingar í Kjarnaskógi í sumar fyrir krakkana og mun Paula del Olmo sjá um þjálfunina. Æfingarnar munu hefjast 17. júní og ljúka 30. ágúst, vikufrí verður í lok júlí. Æfingjagjöldin eru 20.000 krónur á hvern iðkanda

Brons á Smáþjóðaleikunum hjá stelpunum

Blaklandsliðin luku leik á Smáþjóðaleikunum í dag, stelpurnar mættu gestgjöfunum í Svartfjallalandi sem þurftu sigur til að tryggja sigur á mótinu. Stelpurnar þurftu hinsvegar sigur til að halda í vonina um silfurverðlaun á mótinu

KA á 5 fulltrúa á Smáþjóðaleikunum

Karla- og kvennalandslið Íslands í blaki munu taka þátt á Smáþjóðaleikunum sem fara fram í Svartfjallalandi á næstunni. KA á alls 5 fulltrúa í liðunum auk þess sem fyrrum leikmenn KA eru einnig áberandi í lokahópum landsliðanna

KA á 7 fulltrúa í liðum ársins hjá Blakfréttum

KA átti ótrúlegt tímabil í blakinu í vetur þar sem karla- og kvennalið félagsins unnu alla þá titla sem í boði voru. Blakfréttir.is birtu í gær úrvalslið sín yfir veturinn og má með sanni segja að leikmenn KA hafi verið þar ansi sýnilegir en alls á KA 7 fulltrúa í liðunum, 4 karlamegin og 3 kvennamegin

Mateo Castrillo framlengir við KA um 2 ár

Blakdeild KA hefur gert nýjan tveggja ára samning við Miguel Mateo Castrillo og mun hann því áfram leika lykilhlutverk í karlaliði KA auk þess að þjálfa kvennalið félagsins. Þetta er stórt skref í áframhaldandi velgengni blakdeildar KA en karla- og kvennalið félagsins unnu alla titla sem í boði voru á nýliðnu tímabili

Helena og Mateo best á lokahófi blakdeildar KA

Lokahóf blakdeildar KA fór fram í kvöld þar sem deildin fagnaði ótrúlegum vetri þar sem karla- og kvennalið KA unnu alla titla sem í boði voru. Afrekið er sögulegt en aldrei áður hefur sama félagið unnið alla titla karla- og kvennamegin á sama tímabilinu

Myndaveisla frá Íslandsmeistaratitli KA í blaki karla

Karlalið KA í blaki varð Íslandsmeistari á dögunum er liðið vann HK í svakalegum oddaleik í KA-Heimilinu. Leikurinn var jafn og spennandi og fór á endanum í oddahrinu þar sem KA liðið reyndist sterkara. Með sigrinum var því ljóst að KA er handhafi allra titla í blakinu bæði í karla- og kvennaflokki og er þetta annað árið í röð sem KA er þrefaldur meistari karlamegin

Strákarnir kláruðu tímabilið með ótrúlegum sigri

KA vinnur ótrúlegan 3-2 sigur á HK og tryggir sér um leið Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla! Strákarnir eru því þrefaldir meistarar annað árið í röð og leika því eftir magnað afrek kvennaliðs KA, takk fyrir ótrúlegan stuðning kæru KA-menn

Íslandsmeistaratitill karla í húfi í kvöld!

Nú er röðin komin að körlunum en KA og HK mætast rétt eins og hjá konunum í gær í hreinum úrslitaleik í KA-Heimilinu klukkan 19:30 í kvöld. KA er Deildar- og Bikarmeistari á þessu tímabili auk þess sem liðið er ríkjandi Íslandsmeistari og klárt mál að strákarnir ætla sér þann stóra í kvöld