21.01.2019
Blakdeild KA gat ekki bara glaðst yfir þremur frábærum sigrum hjá karla- og kvennaliðum sínum um helgina því deildin skrifaði undir nýjan og glæsilegan styrktarsamning við Avis bílaleigu. Blakdeild KA rekur gríðarlega metnaðarfullt starf en bæði karla- og kvennalið liðsins eru í efsta sæti Mizunodeildanna auk þess sem þau munu bæði keppa í Evrópukeppni í upphafi febrúar
20.01.2019
KA tók aftur á móti HK í toppslag Mizunodeildar karla í dag en liðið hafði deginum áður unnið 3-2 sigur í svakalegum leik liðanna. Gestirnir urðu að vinna leikinn og það með þriggja stiga sigri til að hanga í KA í toppbaráttu deildarinnar og úr varð hörkuleikur tveggja bestu blakliða landsins
19.01.2019
Það var annar risaslagur í blakinu í dag þegar KA tók á móti HK í Mizunodeild kvenna. Rétt eins og hjá körlunum var um uppgjör toppliðanna tveggja að ræða en í þetta skiptið var það KA liðið sem var undir meiri pressu að sækja sigurinn. KA var á toppi deildarinnar með stigi meira en HK en hafði leikið einum leik meira
19.01.2019
KA tók á móti HK í uppgjöri toppliðanna í Mizunodeild karla í blaki í KA-Heimilinu í dag. Það var ljóst að með sigri gæti KA liðið komið sér í kjörstöðu í baráttunni um Deildarmeistaratitilinn en á sama tíma var leikurinn gríðarlega mikilvægur fyrir lið gestanna enda mikilvægt að saxa á forskot KA liðsins á toppnum
18.01.2019
Þeir gerast vart stærri blakleikirnir sem fara fram í KA-Heimilinu á morgun, laugardag en þá taka bæði karla- og kvennalið KA á móti HK. Bæði lið KA eru á toppi Mizunodeildanna en HK veitir þeim ansi harða keppni og ljóst að þetta eru lykilleikir í baráttunni um Deildarmeistaratitilinn
16.01.2019
Það var sannkallaður nágrannaslagur í kvöld er Völsungur tók á móti KA í Mizunodeild kvenna í blaki. Fyrir leikinn var KA í 2. sæti deildarinnar en lið Völsungs hefur verið á miklu skriði undanfarið og sat í 3. sætinu, leikurinn var því ansi mikilvægur í toppbaráttunni og ljóst að bæði lið ætluðu sér sigurinn
11.01.2019
Æfing dagsins hjá 3. og 4. flokki karla og kvenna í blaki verður í Naustaskóla klukkan 18:00 en ekki í KA-Heimilinu eins og venjulega. Endilega komið skilaboðunum áleiðis til þeirra er málið varðar
09.01.2019
Karla- og kvennalandslið Íslands í blaki luku í kvöld leik í undankeppni EM. Liðin hafa undanfarnar vikur undirbúið sig fyrir lokaleikina í undankeppninni sem spilaðir voru í vikunni. Hjá körlunum átti KA tvo fulltrúa en það voru þeir Alexander Arnar Þórisson og Sigþór Helgason en hjá konunum var Gígja Guðnadóttir fulltrúi KA
21.12.2018
Blakdeild KA stóð fyrir hóppöntun á glæsilegum KA kaffikönnum nú á dögunum og eru þær mættar í KA-Heimilið. Þeir sem pöntuðu könnur geta nálgast þær til klukkan 18:00 í dag og á milli 9:00 og 15:00 á morgun, laugardag. Við hvetjum ykkur eindregið til að sækja þær sem fyrst svo hægt verði að drekka jólakaffið eða kakóið úr könnunum góðu
19.12.2018
Bæði karla- og kvennalandslið Íslands í blaki hefja undirbúning sinn fyrir lokaleikina í undankeppni EM 2019 milli jóla og nýárs. KA á tvo fulltrúa í karlalandsliðinu og einn í kvennalandsliðinu en þetta eru þau Alexander Arnar Þórisson, Sigþór Helgason og Gígja Guðnadóttir