07.11.2019
Það var heldur betur stórleikur í KA-Heimilinu í gærkvöldi er KA tók á móti HK í Mizunodeild kvenna í blaki. Liðin börðust um alla titlana á síðustu leiktíð og kom því ekkert á óvart að leikur liðanna í gær hafi verið gríðarlega spennandi og dramatískur
05.11.2019
Þeir gerast ekki mikið stærri leikirnir í blakinu en leikur KA og HK í Mizunodeild kvenna í KA-Heimilinu á morgun, miðvikudag, klukkan 20:15. Liðin börðust um alla titlana í fyrra og léku meðal annars hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn
03.11.2019
Bæði karla- og kvennalið KA í blaki áttu heimaleik um helgina og unnust báðir leikirnir. Stelpurnar tóku á móti Þrótti Reykjavík á laugardeginum en strákarnir tóku á móti nýliðunum í Vestra á sunnudeginum. Það má með sanni segja að bæði lið hafi þurft að hafa töluvert fyrir hlutunum
01.11.2019
Það verður nóg um að vera í blakinu í KA-Heimilinu um helgina þegar alls þrír heimaleikir í meistaraflokki fara fram. Helgin hefst kl. 15:00 á laugardeginum þegar kvennalið KA tekur á móti Þrótti Reykjavík í Mizunodeild kvenna. Stelpurnar eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga og ætla sér klárlega að halda því áfram
01.11.2019
Um síðustu helgi fór fram Íslandsmót í 3. og 5. flokki í blaki sem og skemmtimót fyrir 6. flokk. KA hélt utan um mótin sem fóru fram bæði í KA-Heimilinu og Naustaskóla. Keppendur voru um 170 hressir krakkar frá Kópavogi, Siglufirði, Húsavík, Neskaupstað, Seyðisfirði, Vopnafirði og Ísafirði
29.10.2019
KA átti tvo fulltrúa með U19 ára landsliðum Íslands í blaki sem tóku þátt í Norðurlandamóti NEVZA sem fram fór í Finnlandi á dögunum. Þetta voru þau Gísli Marteinn Baldvinsson og Valdís Kapitola Þorvarðardóttir og stóðu þau sig bæði með prýði
17.10.2019
U-17 ára landslið karla og kvenna í blaki luku í dag keppni á Nevza Norðurlandamótinu sem fram fór í Ikast í Danmörku. KA átti þrjá fulltrúa í hópnum en það voru þau Sölvi Páll Sigurpálsson, Jóna Margrét Arnarsdóttir og Heiðbrá Björgvinsdóttir
16.10.2019
Blakdeild KA býður 3. og 5. flokk velkomin á Íslandsmót á Akureyri helgina 25. - 27. október 2019. Einnig verður boðið upp á skemmtimót í 6. flokki (ef þátttaka næst)
11.10.2019
KA vann afar góðan 3-0 sigur á Álftnesingum í KA-Heimilinu á miðvikudaginn. KA er því áfram með fullt hús stiga á toppi Mizunodeildar kvenna í blakinu og ljóst að okkar öfluga lið er staðráðið í því að verja Deildarmeistaratitilinn sem liðið vann ásamt öllum öðrum titlum síðasta tímabils
09.10.2019
Kvennalið KA í blaki tekur á móti Álftanesi í KA-Heimilinu í kvöld í fyrsta heimaleik vetrarins. Stelpurnar unnu fyrstu tvo leiki tímabilsins og eru því á toppi deildarinnar en þurfa að halda áfram í kvöld gegn öflugu liði gestanna. Leikurinn hefst klukkan 20:15