Fréttir

U17 til Ikast í Danmörku

KA á einn fulltrúa drengja í landsliði U17 sem hélt til Ikast í Danmörku í morgun, hinn sextán ára Þórarin Örn Jónsson. U17 lið drengja og stúlkna taka þar þátt í NEVZA keppni sem fer fram dagana 18.-20. október. Sjá frétt á heimasíðu blaksambands Íslands.

Sigur og töp um helgina hjá blakliðunum

Karla- og kvennalið KA mættu HK tvívegis um helgina í Mizuno-deildunum.

Tap gegn Þrótti Nes í hörkuleikjum

Karla og kvennalið KA léku við Þrótt N um helgina í blaki. Þróttur hafði betur í laugardagsleikjunum

Æfingabúðir í blaki

Í dag fara fram æfingabúðir í blaki í KA heimilinu fyrir börn fædd 1999 - 2005. Þátttakendur eru um 30 og koma víðsvegar af Norðurlandi, allt frá Siglufirði til Þórshafnar. Umsjón með búðunum hefur Piotr Kempisty en Daniele Capriotti landsliðsþjálfari stjórnar æfingunum. ENOR býður þátttakendum upp á mat í hléi.

Ísland sigraði Skota 3-2

Karlalandslið Íslands sigraði Skota í undankeppni HM/EM smáþjóða sem fram fer í Laugardalshöllinni nú um helgina.

Þriðji leikur KA og HK í kvöld - í beinni á SportTV

KA menn bestir og efnilegastir í blakinu

KA á besta leikmann Mizuno deildarinnar í blaki, þann efnilegasta og fjóra í úrvalsliði deildarinnar.

Komnir í úrslit!

Karlaliðið lagði Stjörnuna 3 -0 í seinni undanúrslitaleik liðanna.

3 - 2 sigur í fyrsta undanúrslitaleiknum

KA hafði betur gegn Stjörnunni í fyrsta undanúrslitaleiknum.

3. flokkur kvenna Íslandsmeistarar

3. flokkur kvenna gerði góða ferð á Íslandsmót í 2. og 3. flokki um helgina. Þróttur Reykjavík hélt mótið og var spilað í Laugardalshöll. Stúlkurnar gerðu sér lítið fyrir og unnu alla sína leiki í annarri deild, 2-0. Við óskum þeim innilega til hamingju með góðan árangur. Á myndina vantar Andreu og Arnrúnu Eik.