Fréttir

KA bikarmeistari í 2. og 3. fl.

Bikarmóti BLÍ í 2. og 3. flokki beggja kynja lauk á Akureyri sunnudaginn 22. janúar. Liðin í 2. fl. kk drógu sig úr keppni og því voru engir bikarmeistarar krýndir í þeim flokki þetta árið. Mótið tókst í alla staði vel og voru leikmenn og þjálfarar/fararstjórar sjálfum sér og íþróttafélögum sínum til mikils sóma. KA var bikarmeistari í öllum flokkum þ.e. 2. og 3. fl. kvk og 3. fl. kk.

Myndir frá leik KA og Þróttar Nes á laugardaginn

Íslandsmeistarar Þróttar frá Neskaupstað tylltu sér í fjórða sæti í Mikasadeild kvenna í blaki með 3:0 sigri á KA en liðin mættust á Akureyri á laugardaginn.  Þróttur vann fyrstu hrinu leiksins 25:13. Meiri spenna var í annarri hrinunni en gestirnir höfðu betur 25:17. Þriðja hrina leiksins fór svo 25:12 fyrir Þrótt og því þrjú stig í höfn hjá Íslandsmeisturunum. 

Konur og karlar keppa í blaki í dag

Það verða tveir leikir í blaki í KA Heimilinu í dag. Meistaraflokkur kvenna tekur á móti HK kl 14:00 í dag og svo mun meistaraflokkur karla mæta HK, sömuleiðis, klukkan 16:00. Við hvetjum alla áhugmenn um blakíþróttina að láta sjá sig.

Íslandsmeisturum fagnað - móttaka fyrir m.fl. karla í KA - Heimilinu í dag

Móttaka til heiðurs m.fl. karla í blaki, sem í gærkvöldi urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð, var í KA - Heimilinu í dag. Þar gáfu þau Hrefna G. Torfadóttir formaður og Sigurbjörn Sveinsson nýr varaformaður strákunum blóm frá félaginu. Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar var einnig viðstaddur og tók til hann til máls og óskaði hann þeim til hamingju með það mikla afrek að ná að verja alla titlana þrjá, bikar-, deildar- og íslandsmeistaratitilinn.

KA Íslandsmeistari í blaki karla -Vinna þrefalt annað árið í röð

Nú rétt í þessu var KA að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki. Liðið spilaði gegn HK í Kópavogi og náði að kreista fram sigur í æsilegum leik. HK vann fyrstu hrinuna 25-22 en KA vann þrjár næstu, allar með minnsta mun 23-25, 23-25 og . . .   takið vel eftir 29-31.

KA hafði betur í blakinu

KA sigraði HK í þremur hrinum gegn tveimur í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitil karla í blaki í KA-heimilinu í kvöld.

Úrslitin í Íslandsmóti karla í blaki hefjast mánudaginn 11. apríl þegar KA tekur á móti HK

Úrslitin hefjast á morgun kl. 19:30 þegar meistarar KA taka á móti HK í KA-heimilinu á morgun.

KA stelpurnar úr leik eftir annað 0-3 tap gegn Þrótti

KA og Þróttur léku annan leik sinn í úrslitakeppni Mikasa-deildarinnar í kvöld. Þróttur hafði yfirburði í fyrstu tveimur hrinunum og vann þær 13-25 og 11-25. Síðasta hrinan virtist ætla að vera á sömu nótum en í henni hrukku KA-stelpurnar allt í einu í gang og skoruðu hvert stigið á fætur öðru með Auði Önnu í fararbroddi. KA jafnaði loks 23-23 og komst svo yfir 24-23. Eftir æsilegan lokakafla þer sem hjólhestaspyrna Birnu Bald var hápunkturinn náðu Þróttarar loks að innbyrða sigur 26-28. KA-liðið er nú komið í sumarfrí en Þróttur fer í úrslit um íslandsmeistaratitilinn.  

KA í úrslit í blakinu

KA tryggði sig í gær í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla og þar með getur liðið unnið þrefalt í ár því nú þegar eru komnir í hús bæði deildarmeistara- og bikarameistaratitillinn.

KA Íslandsmeistari í 3.fl. karla

Síðari hluti Íslandsmóts yngriflokka BLÍ var haldið að Varmá í Mosfellsbæ um síðustu helgi. Nær 450 krakkar tóku þátt í mótinu. Íslandsmeistarar voru krýndir í 2., 3., 4. og 5. flokki í báðum kynjum.  Í 3. flokki drengja varð KA Íslandsmeistari, í 4. flokki drengja varð KA í öðru sæti í 5. flokki drengja varð KA í 3. sæti og í 3. flokki stúlkna varð KA í 4. sæti.