10.01.2010
Árið hefur verið viðburðarríkt hjá blakdeild KA einsog reyndar félaginu öllu. Sigurður Arnar, formaður deildarinnar, tók saman
helstu viðburði á árinu og bjó til annál ársins 2009 fyrir deildina, hér er hægt að lesa hann.
09.01.2010
Kvennalið KA fylgdi í fótspor karlanna og vann sinn leik gegn Stjörnunni. Eftir mikið basl í tveimur fyrstu hrinunum náði KA undirtökunum og vann
að lokum öruggan 3-1 sigur. Hulda Elma Eysteinsdóttir bar liðið á herðum sér og tók málin í sínar hendur þegar á
þurfti að halda. Hún skoraði 27 stig en Auður Anna var með 16 og Birna 14.
09.01.2010
Karlalið KA vann Stjörnuna 3-2 í hörku tveggja tíma leik í KA heimilinu í dag. Stigahæsti maður KA var Piotr Kempisty með 32 stig en
Hilmar Sigurjónsson skoraði 18 stig.
12.12.2009
Fyrir leikinn voru lið KA og HK voru efst og jöfn í MIKASA deild karla - bæði með 8 stig eftir 5 leiki. Leikurinn var því
sálfræðilega mikilvægur ekki síst fyrir KA menn sem töpuðu fyrir HK fyrir nokkrum vikum á heimavelli. Leikurinn var spennandi
sérstaklega í lok fjórðu hrinu þar sem HK hafði yfirhöndina 23-21.
12.12.2009
Kvennalið KA tapaði fyrir sterku liði HK í dag 3-0 (25-17)(25-10)(25-15). Hið unga KA lið mætti þarna ofjörlum sínum. Meira um leikinn
síðar.
Strákarnir aftur á móti hefndu ófaranna gegn HK í síðasta leik gegn þeim og unnu nokkuð öruggan 3-1 sigur.
12.12.2009
SportTV hefur hafið beinar útsendingar á netinu af leikjum í blakinu á http://www.sporttv.is/. Leikur KA og Fylkis
kvenna var sýndur í gær og væntanlega kemur upptaka af leiknum inn á vefinn fljótlega. Leikur KA og HK karla verður sýndur í dag
laugardag kl. 16:00. Þetta er sérstaklega ánægjulegt fyrir íslenska blakáhugamenn enda hafa sjónvarpsstöðvar lítið sinnt
íþróttinni síðustu ár. Þessari nýbreyttni hefur verið afar vel tekið af blakáhugamönnum.
Hér má finna upptöku af leik KA og HK frá 12. desember. http://www.sporttv.is/category.aspx?catID=247
12.12.2009
KA stúlkur töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu fyrir Fylki í gærkvöldi 3-0 (25-18)(25-22)(25-18). KA stúlkur náðu
sér aldrei á strik í leiknum og virkuðu þreyttar eftir ferðalagið að norðan. Marek Bernat þjálfari KA fékk gult og
síðan rautt spjaldi í leiknum fyrir að mótmæla dómi. Hann tekur út eins leiks bann vegna þessa í leik KA og HK í dag.
29.11.2009
KA liðin átti misjöfnu gengi að fagna í Bridgestone bikarnum nú um helgina. Kvennaliðið vann alla sína leiki og komst þar með í
undanúrslit keppninnar. Karlaliðið vann einn leik en tapaði illa fyrir Stjörnunni og HK og þarf því að spila seinna um þau tvö sæti sem
enn eru laus.
28.11.2009
Bæði karla- og kvennalið KA taka þátt í Bridgestone Bikarnum sem fer fram í dag og á morgun í Fylkishölli í Reykjavík.
Fylgjast má með framvindu mótsins á http://www.blak.is/ Einnig sendir Skautafélag Akureyrar lið í kvennaflokki til
þátttöku á mótinu.
23.11.2009
Geta yngri leikmenn sótt sér styrk til þeirra eldri - skiptir sagan og bakgrunnur félaga máli. Af hverju eru gamalgróin
íþróttafélög oftast öflugri en þau ungu? Þetta eru spurningar stundum heyrast í tengslum við
íþróttafélög, á afmælum og hátíðlegum stundum. Um helgina var eitt slíkt afmæli og.....