Fréttir

KA náði silfrinu

KA tryggði sér í gærkvöldi silfurverðlaun í deildarkeppni BLÍ með því að leggja að leggja deildar- og bikarmeistara Þróttar Reykjavík 3-2.   

Grátlegt tap gegn Þrótti í bikarúrslitum

KA spilaði enn einn úrslitaleikinn í bikarnum á sunnudaginn og var grátlega nærri því að vinna. Liðið var í miklu stuði framan af og komst í 2-0. Þróttarar efldust þegar á leið og eftir mikla rimmu hömpuðu þeir bikarnum eftir 3-2 sigur. KA-liðið sýndi flotta takta í leiknum og á vel að geta unnið hvaða lið sem er með meiri grimmd og stöðugleika. Það sem skildi liðin af í þessum leik var örlítið betri hávörn Þróttara og svo voru þeir að bjarga mun fleiri boltum aftur á vellinum.

KA menn komnir í úrslit bikarkeppninnar

KA menn mættu Fylki í undanúrslitum bikarkeppninnar í dag og unnu  leikinn 3-0.  Fyrirfram var vitað að lið Fylkis gæti orðið KA mönnum skeinuhætt þó það spili í annarri deild enda skipað reynslumiklum leikmönnum.  Það koma líka á daginn að KA menn þurftu að hafa töluvert fyrir sigri í leiknum. 

Bikarúrslit um næstu helgi

Allir bikarleikir helgarinnar, bæði fjórðungsúrslit og bikarúrslit karla og kvenna  fara fram í Laugardagshöllinni í Reykjavík um næstu helgi.  KA mætir Fylki kl. 17:00 á laugardag í fjögurra liða úrslitum.  Vinni KA lið Fylkis mætir það sigurvegaranum úr leik Þróttar Reykjavík og Stjörnunnar. Úrslitaleikurinn hefst kl. 15:30 á sunnudag.Við hvetjum gamla KA menn í Reykjavík og nágrenni til að mæta í Laugardalshöllina og hvetja KA menn til sigurs. Áfram KA!!!!!

Öruggur sigur KA manna í seinni leiknum gegn HK

KA menn unnu leikinn gegn HK 3-0 (25-21) (25-20) (25-21). Með sigrinum komst KA upp fyrir Stjörnuna í 2. sæti deildarinnar með 22 stig og á góða möguleika á að ná silfurverðlaunum í deildarkeppninni í ár. Liðið þarf að vinna 2 hrinur gegn Þrótti í síðustu leikjum keppninnar til að tryggja silfrið.

KA vann HK 3-1

KA vann HK 3-1 (25-14) (25-21) (21-25) (25-22) í gær í 1. deild karla. Hið unga lið HK beit frá sér í þriðju hrinu og sýndi ágætan leik á kölfum. Davíð Búi Halldórsson spilaði fyrsta leik sinn með KA á þessu timabili og átti góðan leik.

Kvennalið KA vann blaklið Skautafélags Akureyrar

Kvennalið KA sýndi heldur betur klærnar er þær lögðu Skautafélag Akureyrar í kvöld í hörku leik 2-1. (20-25)(26-24)(15-10). Liðið spilaði glimrandi vel á köflum og eru stelpurnar að taka miklum framförum þessa dagana og greinilegt að Marek Bernat er að gera góða hluti með liðið.

KA liðið mætir Fylki í fjögurra liða úrslitum bikarkeppninnar

Dregið var í undanúrslitum bikarkeppni BLÍ á mánudaginn var.  KA dróst á móti Fylki sem spilar í annarri deild.  Liðið er sýnd veiði en ekki gefin en liðið er með marga reynda blakmenn innanborðs og sýndi m.a. hörkutakta um síðust helgi þegar það lagði 1. deildarlið HK 2-1 í forkeppni bikarsins.

Erfitt bikarmót hjá kvennaliði KA

Kvennaliðinu okkar gekk ekki vel á nýliðinu bikarmóti sem fram fór í KA heimlinu og tapaði öllum sínum leikjum. Þess ber þó að geta að það vantaði tvo lykilleikmenn liðsins þær Auði og Gúðrúnu Jónsdætur sem voru báðar með flensu og mátti liðið illa við fjarveru þeirra. Í staðinn fyrir þær komu inn í liðið tvær bráðefnilegar 13 ára stúlkur úr 4 flokki og stóðu þær sig mjög vel.   

Brosbikarinn í KA heimilinu um helgina

Um helgina fer fram undankeppni 2 í Brosbikarnum 2009. Alls verða 10 lið í mótinu sem verður í KA heimilinu frá kl. 19.00 á föstudag fram til 15.00 á laugardag.  Blakdeild KA sér um framkvæmd mótsins ásamt Blaksambandi Íslands. Kvennalið KA spilar fyrsta leik sinn á mótinu gegn Fylki kl. 19:00 á föstudag.  Karlalið KA spilar ekki á mótinu þar sem það hefur þegar tryggt sér sæti í fjögurra liða úrslitum með því að sigra sinn riðil á fyrra mótinu sem fram fór í Ólafsvík í haust.