Fréttir

Kvennalið KA byrjar fyrstu deildina vel

Kvennalið KA byrjar vel keppni sína í efstu deild en liðið lagði lið Þróttar Reykjavík á föstudaginn 3-2 í tveggja tíma maraþon leik sem stóð vel fram yfir miðnættið en leik liðanna var frestað um einn og hálfan tíma vegna veðurs.

Sigur á Íslandsmeisturunum í fyrsta leik

KA vann Íslandsmeistara Þróttar frá Reykjavík 3-1 (25-17, 25-25, 27-29, 25-22) í fyrstu deild karla fyrsta leik sínum á þessu leiktímabili.

Seinkun á fyrstu blakleikjum KA vegna veðurs

Seinka þurfti fyrstu leikjum blakliða KA í kvöld um einn og hálfan tíma vegna veðurs.  Leikur karlaliðsins átti að hefjast í Íþróttahúsi Kennaraháskólans kl. 19:30 en hófst ekki fyrr en um kl. 21.  Lið KA þurfti að bíða í 2 klukkustundir í Borgarnesi en mjög vont veður var undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi í dag.

Karlalið KA spilar sinn fyrsta leik í Mikasadeildinni

Karlalið KA spilar sinn fyrsta leik í Mikasadeildinni í kvöld er liðið mætir Íslandsmeisturum síðasta árs Þrótti Reykjavík.  KA liðið hefur misst tvo sterka leikmenn frá síðasta tímabili, tvíburana Haftein og Kristján Valdimarssyni en teflir fram ungum og efnilegum leikmönnum í þeirra stað.

Fyrsti leikur kvennaliðs KA í 1 deild í tvö ár

Kvennalið KA leikur í kvöld sinn fyrsta leik í fyrstu deild í tvö ár en KA mætir liði þróttar Reykjavík og fer leikurinn fram í íþróttahúsi kennaraháskólans kl. 22.00.  KA hefur undanfarin tvö ár byggt upp nýtt lið frá grunni og er hefur kjarni liðsins æft með KA upp í gegn um alla yngriflokka félagsins í 6-7 ár.  Liðið hefur einnig fengið til sín góðan liðsstyrk frá Bjarma í Þingeyjarsveit.

KA vann sigur á haustmóti BLÍ um helgina

Haustmót BLÍ var haldið um helgina í Fagralundi í Kópavogi hjá HK. Mótið var hið glæsilegasta og var spilað í tveimur deildum í kvennaflokki og einni deild í karlaflokki. Alls tóku 26 lið þátt í mótinu.  Karlalið KA gerði sér lítið fyrir og vann karladeild mótsins.  Kvennalið KA hafnaði í 3 sæti í 2. deild mótsins.

Íþróttaskóli Blakdeildar KA og UFA starfræktur áfram

Blakdeild KA og Ungmennafélag Akureyrar (UFA) hafa ákveðið að halda áfram samstarfi sínu um rekstur íþróttaskóla fyrir yngstu aldurhópana en félögin starfræktu samskonar skóla í fyrravetur með góðum árangri og aðsókn.Íþróttaskólinn er fyrir krakka í 1. – 3. bekk grunnskóla og verða æfingar í íþróttahúsinu við Laugagötu mánudaga og fimmtudaga kl. 16-17 og í Íþróttahöllinni á sunnudögum frá 11-12.  Æfingar hefjast fimmtudaginn 10. september.

Æfingar yngriflokka í blakinu eru hafnar nema hjá Íþróttaskólanum

Æfingar yngriflokkanna í blakinu byrjuðu síðastliðinn fimmtudag 3. september hjá öllum NEMA 6. fl. (1.-3. bekkur) íþróttaskólanum en æfingar íþróttaskólans byrja nú í vikunni fimmtudaginn 10. september. Blakdeild KA og UFA ætla að halda áfram vel heppnuðu samstarfi um rekstur íþróttaskóla í vetur en félögin buðu einnig upp á íþróttaskóla í fyrra. Megin íþróttagreinar skólans verða blak og frjálsar íþróttir en mikil áhersla verður á ýmsa leiki, þrautir og hreifiþjálfun í skólanum. Æfingatöfluna má vinna hér undir "Lesa meira"

Góður árangur hjá IBA í blakinu á landsmóti UMFÍ

Bæði karla og kvennalið IBA stóðu sig með ágætum á landsmóti UMFÍ sem fór fram á Akureyri um helgina.  Kvennaliðið tók silfrið og karlaliðið bronsið.  Blakliðin náðu í 170 stig fyrir ÍBA en ÍBA vann stigakeppnina með glæsibrag með 1819 stig. Blakið var í 3. sæti af einstökum íþróttagreinum innan ÍBA á eftir sundinu og golfinu frábær árangur það.

Þrír KA menn á Kýpur

Eins og kannski flestir hafa tekið eftir í fjölmiðlum standa nú yfir smáþjóðaleikar á kýpur. Blakdeild KA á þar þrjá leikmenn sem spila fyrir hönd þjóðarinnar en þeir eru Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir og Hilmar Sigurjónsson. Kemur hér smá pistill sem þeir félagar sendu hingað heim til okkar. Vefsíða leikanna er: http://www.cyprus2009.org.cy/ sjá einnig fréttir á http://www.bli.is/ og http://www.isi.is/