Fréttir

Nýjung frá aðalstjórn K.A.

Aðalstjórn hefur ákveðið að hafa opinn viðtalstíma annan fimmtudag í mánuði frá kl 18-19. Tveir aðalstjórnarmenn munu vera í KA-heimili á áðurnefndum tíma til að taka á móti þeim sem vilja koma og ræða um félagið. Næstkomandi fimmtudag, 11. febrúar, verða Guðmundur Guðmundsson, gjaldkeri KA, og Jón Óðinn Waage formaður júdódeildar á staðnum.

Stjarnan – KA, laugardaginn 7. feb. kl. 14.00

KA menn mættu mun ákveðnari til leiks í dag og ætluðu greinilega að vera einbeittari en í fyrri leiknum.  Einnig munaði um það að Aleksander Simeonov var í leikbanni hjá Stjörnunni.  Allt annað var að sjá leik KA og sigruðu þeir fyrstu hrinuna nokkuð örugglega 22-25. 

Stjarnan – KA, föstudaginn 6. feb. kl. 20.00.

Það var fljótt ljóst að þetta var ekki dagur KA manna.  En leiknum seinkaði um 30 mín. vegna þess að hluta KA liðs vantaði. Rútubílstjórari liðins varð fyrir því óhappi að læsa lyklana inni í rútunni í Boragarnesi og tók það 2 klst. að opna bílinn. Ekki er þó alfarið hægt að skrifa slakan leik leikmanna liðsins á þessa uppákomu þar sem flestir leikmanna liðsins ferðuðust til Garðabæjar með öðrum hætti og fengu eðlilegan undirbúning undir leikinn.  

Gleðileg jól!

Blakdeild KA vill óska landsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Jólablak hjá yngriflokkunum í blakinu

Nú styttist í jólin og langar okkur í Blakdeild KA að bjóða öllum yngriflokkum og þeim sem hafið verið í íþróttaskólanum að koma og vera með okkur á hinni hefðfðbundnu jólaæfingu. Hún verður þriðjudaginn 16. desember kl. 18:00-19:30 í KA-heimilinu. Við hvetjum ykkur öll til að mæta og taka foreldra, systkini og vini með ykkur. Þar verður að vanda æsispennandi keppni þar sem allir verða með – líka mömmur og pabbar!

Kvennalið KA vann Völsung í hörkuleik

Kvennalið KA heimsótti Völsung á fimmtudaginn var í 2. deild kvenna norðurriðli. Skemmst er frá því að segja að KA liðið átti frábæran leik gegn sterku liði Völsunga og vann leikinn 2-1. (32-30,21-25,10-15).

Þróttur skellti KA í seinni leiknum

KA og Þróttur spiluðu aftur í dag og voru KA menn mun betri en í gærkvöldi. Þrátt fyrir það vann Þróttur á ný, í þetta skiptið 1-3. Allt annað var að sjá til KA-manna í þessum leik en þó vantar heilmikið uppá til að rúlla upp reynslumiklu og massífu liði sem Þróttur er. Röndóttu Reykvingingarnir eru nú langefstir í deildinni en KA heldur öðru sætinu.

KA steinlá í fyrri leiknum gegn Þrótti

KA-menn áttu ekki sjö dagana sæla í kvöld þegar þeir voru flengdir harkalega af liðinu sem spilar í ljótustu búningum á landinu. Reykjavíkur-Þróttarar voru í miklum ham og rúlluðu yfir KA í þremur hrinum. Liðin eigast við aftur á morgun, laugardag og er leikurinn kl 14:00.

Fyrri leikur KA og Þróttar Rvk. í kvöld

KA og Þróttur mætast í kvöld kl: 20:00´í fyrsta sinn í vetur en bæði liðin er taplaus í 1. deild karla og með jafn mörg stig en Þróttarar eru þó í toppsætinu með færri tapaðar hrinur. Leikurinn fer fram í KA heimilinu. Liðin mætast svo aftur á laugardag kl. 14:00 einnig í KA heimilnu.

Toppslagur í blakinu um helgina

Toppslagur verður í blakinu um helgina en tvö lið eru ósigruð í 1. deild karla þar sem af er keppnistímabilsins. Það eru lið KA og Þróttar Reykjavík. Um helgina mætast þessi lið í tvígang á Akureyri þar sem það skýrist hvaða lið verður á toppi deildarinnar eftir tvær umferðir.