Fréttir

Íþróttamaður Akureyrar

N.k.miðvikudag 16.janúar mun fara fram kjör Íþróttamanns Akureyrar fyrir árið 2007.  Athöfnin fer fram í Ketilhúsinu og hefst kl.20:00.  Húsið verður opnað kl.19:40.

Skráning Iðkenda

Út janúar mánuð verður opið fyrir nýskráningu iðkenda hjá Fimleikafélagi Akureyrar.Hér til hægri á síðunni er hægt að smella á \"skráning iðkenda \" og fylla út skráningarform.

Starf 4 og 5 ára barna hefst 12. janúar.

Starf 4 og 5 ára barna hefst hjá félaginu 12.janúar n.k.á sama tíma verða innheimt æfingargjöld fyrir 4 og 5 ára.Þeim sem vilja nýta sér að greiða æfingargjöld vorannar er bent  á að mæta á þessum tíma.

Skráningar í Fimleikafélagið

ATH! þau börn sem voru í félaginu fyrir áramót eru sjálkrafa skráð í félagið eftir áramót. .

Starfið hefst að nýju

Nýárskveðja

Þrír fengu viðurkennigarpening frá ÍBA

Þrír einstaklingar frá Fimleikafélagi Akureyrar fengu viðurkenningarpening frá ÍBA.

Jólakveðja til allra nær og fjær

Fimleikafélag Akureyrar óskar öllum gleðilegra jóla, með óskum um farsælt nýtt ár.Við þökkum öllum sem lagt hafa félaginu lið á árinu sem er að líða.Jóla kveðja,Stjórn, þjálfarar og foreldrafélag FA.

Fréttatilkynning frá Íþróttaráði Akureyrarbæjar.

Hin árlega úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Akureyrar fer fram í hófi sem haldið verður í Íþróttahöllinni fimmtudaginn 27.desember n.k.kl.16:00.                Öllum Akureyringum er unnið hafa til Íslandsmeistaratitils á árinu 2007 verður afhentur minnispeningur Íþróttaráðs.

Opnunartími skrifstofu fram að jólum

Fyrir þá sem vantar að versla fimleikavörur fyrir jólin þá er skrifstofan opin á eftirtöldum tímum:Þriðjudaginn 18.des frá 18:00 til 19:00Miðvikudaginn 19.des frá 18:00 til 19:00Fimmtuaginn 20.