Æfinga- og kynnisferð til Kiel
30.07.2009
Það stendur mikið til hjá þeim félögum Sævari Árnasyni, Jóhanni Gunnari Jóhannssyni og Guðmundi Hólmari Helgasyni
þessa dagana en næstkomandi mánudag halda þeir í æfinga- og kynnisferð til Þýskalands. Þar verða þeir í heimsókn
hjá Alfreð Gíslasyni og meistaraliði hans Kiel fram á föstudaginn 7. ágúst.