Fréttir

Æfinga- og kynnisferð til Kiel

Það stendur mikið til hjá þeim félögum Sævari Árnasyni, Jóhanni Gunnari Jóhannssyni og Guðmundi Hólmari Helgasyni þessa dagana en næstkomandi mánudag halda þeir í æfinga- og kynnisferð til Þýskalands. Þar verða þeir í heimsókn hjá Alfreð Gíslasyni og meistaraliði hans Kiel fram á föstudaginn 7. ágúst.

Til afreksíþróttamanna í framhaldsskólum

Frá hausti 2009 mun MA og VMA bjóða upp á afrekssvið sem valið er samhliða annarri braut.  Ýmsar greinar verða með í vetur og hefur Handknattleiksdeild KA hug á að vera með í þessu starfi. Ítarlegri upplýsingar um málið fylgja hér á eftir.