Fréttir

Jólakveðja

Jólaæfing 7. og 8. flokks - myndir

Það var mikið fjör og gaman á jólaæfingu 7. og 8. flokks á laugardaginn, farið var í margskonar leiki og ekki minnkaði stemmingin þegar tveir jólasveinar mættu á svæðið. Jólasveinarnir komu ekki bara klyfjaðir af gjöfum heldur reyndust þeir liðtækir handboltamenn og sýndu meðal annars einstaka hæfileika sem markmenn, sérstaklega þegar þeir stóðu báðir í markinu og með aðstoðarmann með sér.

Stelpurnar í meistaraflokki fóru suður um helgina - ferðasagan öll

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna fóru suður um helgina til að spila tvo leiki. Lagt var af stað snemma á laugardagsmorgni, þó öllu seinna heldur en áætlað var þar sem einn leikmaður var stöðvaður af lögreglunni á leið sinni í rútuna. Leikurinn gegn Fylki spilaðist nokkuð vel. Jafnt var í hálfleik og getumunur liðanna lítill og í raun hefðu KA/Þór stelpur átt að vera yfir í hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði ágætlega en það var eins og það vantaði ákveðna trú í stelpurnar til að setja í fluggírinn og klára þungt og pirrað Fylkisliðið. Stelpurnar fengu fjöldamörg tækifæri til þess að klára leikinn en heppnin virtist ekki vera með þeim þennan daginn og svo fór að Fylkisstelpur lönduðu tveggja marka sigri.

Tæpt tap KA/Þór gegn Fylki

Það var hörkuleikur í Fylkishöllinn í dag þegar KA/Þór stúlkur komu í heimsókn. Jafnt var í hálfleik 11-11 en svo fór að lokum að Fylkir fór með tveggja marka sigur 25:23. Arna Valgerður Erlingsdóttir var markahæst hjá KA/Þór, skoraði átta mörk og Martha Hermannsdóttir 7 mörk. 

Tveir leikir hjá meistaraflokki KA/Þór um helgina

Það verður annasöm helgi hjá stelpunum í KA/Þór en þær leika tvo leikir fyrir sunnan um helgina.  Á laugardag kl. 16:00 er leikur við Fylki og á sunnudag einnig kl. 16:00 er leikið við Hauka. Sendum stelpunum góðar kveðjur í slaginn.

Árleg jólaæfing 7. og 8. flokks drengja og stúlkna

Eins og undanfarin ár verður sérstök jólaæfing fyrir 7. og 8. flokk drengja og stúlkna. Æfingin verður laugardaginn 12. desember kl. 10:45 - 11:30. Að vanda verður farið í skemmtilega leiki og góðir gestir koma með glaðning. Foreldrar og systkini eru hvött til að mæta og fylgjast með.

Lukkudísirnar voru ekki með KA/Þór í dag

KA/Þór tóku á móti FH í dag í N1 deild kvenna. Fyrirfram áttu menn von á því að heimastúlkur ættu góða möguleika á hagstæðum úrslitum.  FH liðið var þó greinilega ekki á þeim buxunum og byrjuðu leikinn af miklum krafti. Um miðjan fyrri hálfleikinn höfðu þær náð sex marka forystu 13-7.

Leikur dagsins KA/Þór – FH í N1 deild kvenna

Í dag klukkan 14:00 mætast KA/Þór og FH í KA heimilinu. Það er ekki mikill munur á stöðu liðanna í deildinni þannig að búast má við hörkuleik og ljóst að okkar stelpur eiga góðan möguleika á stigum í dag, ekki síst ef þær fá öflugan stuðning áhorfenda.

Nágrannaslagur í 3. flokki karla: Þór - KA á föstudaginn

Næstkomandi föstudag munu strákarnir í KA1 mæta Þór í Íþróttahúsi Síðuskóla, leikurinn hefst kl: 16:45 að staðartíma. Viljum við hvetja sem flesta til að koma í Íþróttahús Síðuskóla og horfa á næstu kynslóð handboltamanna á Akureyri.

Takk fyrir okkur!

Innilegar þakkir frá þjálfurum og leikmönnum 6. flokks til unglingaráðs, foreldra og allra þeirra sem störfuðu við Íslandsmótið um síðustu helgi og gerðu það svo glæsilegt og eftirminnilegt sem raun ber vitni. Sjá úrslit leikja og lokastöðu.