Fréttir

Handboltaskóli Greifans - myndir

Vikuna 20.- 24. júní var starfræktur Handboltaskóli Greifans. Kennslan fór fram í Íþróttahúsi KA við Lundarskóla en kennarar voru þeir Jóhannes G. Bjarnason og Sævar Árnson sem samanlagt hafa þjálfað handbolta í rúma hálfa öld. Á níunda tug nemenda á aldrinum 11-18 ára skráðu sig í skólann og var hópnum skipt eftir aldri. Þátttakendur sóttu fyrirlestra um hina ýmsu þætti handboltans og síðan tóku við fjölbreyttar æfingar í sal.

Handboltaskóli Greifans: Strákarnir okkar mæta í skólann

Nú er það frágengið að landsliðsmennirnir Arnór Atlason, Guðjón Valur Sigurðsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson munu heimsækja handboltaskóla Greifans sem haldinn verður í næstu viku. Þá eru einnig góðar líkur á að Björgvin Páll Gústafsson komi. Strákarnir okkar ætla að miðla af reynslu sinni og segja krökkunum til á æfingunum. Skólinn er fyrir alla krakka eldri en 11 ára (fædd 2000).

Veistu um íbúð til leigu?

Þjálfara Akureyri Handboltafélags vantar 3ja herb. íbúð til leigu með húsgögnum frá og með 15. júní. Nánari upplýsingar gefur Atli Hilmarsson sími 897 7627.

Handboltaskóli Greifans vikuna 20.-24.júní

Handboltaskóli Greifans er fyrir alla stráka og stelpur frá 11 ára aldri og fer fram í Íþróttahúsi KA við Lundarskóla. Skólinn er 5 x 2 klukkutímar og kostar kr. 5.000. Í skólanum verður blanda fyrirlestra og æfinga í sal. Í fyrirlestrunum verður fjallað um: · Markmiðssetningu og sjálfstraust · Mataræði og hvíld · Sóknarleik · Varnarleik

Fjölmennt lokahóf handknattleiksdeildar – fullt af myndum

Fimmtudaginn 19. maí var  haldið árlegt lokahóf yngri flokka handboltans í KA heimilinu.  Að vanda var mikið fjör, farið í leiki, keppt við foreldra í reiptogi, eggjakasti, handbolta o.fl. Veittar voru viðurkenningar og í lokin klassísk pizzuveisla.

Lokahóf yngri flokka handboltans hjá KA

Fimmtudaginn 19/5 kl. 18:00 verður lokahóf yngri flokka handboltans haldið í KA heimilinu.  Veittar verða viðurkenningar, farið í leiki og endað á pizzuveislu.  Allir iðkendur eru hvattir til að mæta og foreldrar og systkini velkomin með. Æfingar hjá yngstu krökkunum hætta eftir lokahóf en eldri flokkar halda áfram í samráði við þjálfara. Sjáumst hress í KA heimilinu! Unglingaráð handknattleiksdeildar KA

Akureyri - FH á sunnudag, troðfyllum Höllina og gefum allt í leikinn

Nú er ljóst að ekkert nema sigur kemur til greina í leik Akureyrar og FH á sunnudaginn. Það er einfaldlega ekki í boði að láta FH-inga lyfta bikarnum hér á okkar heimavelli. Við þurfum ekki að hafa mörg orð um mikilvægi þess að troðfylla Höllina og berjast til síðasta manns. Leikirnir tveir sem búnir eru hafa verið algjörlega stál í stál og í raun hefði hvort liðið sem var getað gengið af velli sem sigurvegari. Við höfum áður bent á stöðuna sem var uppi í einvígi KA og Vals frá 2002 og nú er hreinlega ekkert annað í stöðunni en að endurtaka leikinn frá vorinu 2002 en til þess þurfa allir að leggjast á eitt. Leikurinn hefst klukkan 16:00 á sunnudaginn og húsið opnað klukkan 15:00.

FH – Akureyri (leikur 2), heimaleikur á sunnudag

Úrslitaeinvígi Akureyrar og FH heldur áfram í kvöld klukkan 20:15 en að þessu sinni verður leikið í Kaplakrika, heimavelli FH. Akureyrarliðið er staðráðið í að jafna stöðuna í einvíginu og hvetjum við alla stuðningsmenn sem verða staddir í nágrenni Hafnarfjarðar til að fjölmenna á leikinn og taka virkan þátt í baráttunni. „Það er fín stemmning í hópnum hjá okkur. Við erum búnir að fara yfir leikinn á þriðjudaginn og við látum þetta tap ekkert á okkur fá. Það er fullt eftir ennþá og við ætlum að halda áfram á fullum krafti,“ segir Atli Hilmarsson þjálfari Akureyrar í viðtali við Vikudag.

4. flokkur kvenna úr leik í 8 liða úrslitum

4. flokkur kvenna átti strembið verkefni fyrir höndum, bikarmeistarar Selfoss á Selfossi síðasta sunnudagskvöld.  Stelpurnar hafa verið á miklu skriði í vetur og framfarirnar hreint út sagt lygilegar. Á dögunum unnu þær 2. deildina og stefndu að sjálfsögðu á að fara alla leið í úrslitakeppninni. 

3. flokkur kvenna lauk keppni þennan veturinn um liðna helgi

Stelpurnar í 3. flokki kvenna spiluðu gegn deildarmeisturum HK í 8 liða úrslitum í Digranesi síðastliðinn laugardag.  Ljóst var fyrir leik að um erfiðan leik yrði að ræða. KA/Þór byrjaði leikinn vel og skiptust liðin á að skora. Eftir tíu mínútna leik meiðist Kolbrún Gígja og við það riðlaðist leikur KA/Þórs nokkuð og HK gekk á lagið. Sjálfstraustið fór úr leik KA/Þórs og HK var allt í einu komið með 8 marka forskot. Síðustu tíu mínúturnar í hálfleiknum voru þó virkilega góðar, sérstaklega varnarlega en HK skoraði einungis eitt mark á þeim kafla.