16.09.2011
Handknappleikskappinn Logi Geirsson kom til okkar á dögunum að kynna handboltaskó frá ASICS þar sem gerður hefur verið samningur milli
Unglingaráðs KA og Sportís um 25% afslátt af handboltaskóm fyrir iðkendur KA.
Einnig var Logi með opna æfingu þar sem mættu krakkar af öllum aldri og heppnaðist bara vel.
Hér á eftir eru nokkrar myndir sem Hannes Pétursson tók á æfingunni.
14.09.2011
Á morgun, fimmtudag, er foreldrafundur fyrir foreldra/forráðamenn 5. flokks kvenna í handboltanum.
Fundurinn hefst klukkan 17:30 og er inn í fundarsalnum.
Hægt er að ná í þjálfara flokksins í síma
868-2396 (Stefán)
848-5144 (Kolla)
Einnig er hægt að senda tölvupóst á stebbigje@gmail.com ef þið hafið einhverjar spurningar.
Kv. Þjálfarar
07.09.2011
Á fimmtudaginn byrjar handboltinn að rúlla hér norðan heiða þegar við fáum fimm lið í heimsókn í árlegt
æfingamót sem líkt og í fyrra er kennt við Norðlenska. Liðin sem koma að þessu sinni eru úrvalsdeildarliðin: Afturelding, Haukar, Valur
ásamt 1. deildarliðunum ÍR og Stjörnunni.
07.09.2011
Í gær morgun lögðu drengir fæddir árið 1993 og 1994 land undir fót og héldu til Tenerife ásamt fyrrum (og núverandi)
þjálfara sínum, Einvarði Jóhannessyni. Markmið ferðarinnar eru æfingar ásamt æfingaleikjum gegn eyjaskeggjum á Tenerife.
06.09.2011
Fríða Rún Þórðardóttir næringafræðingur verður með fyrirlestur um næringarfræði miðvikudaginn 7. september kl.
20:00. í KA heimilinu fyrir þjálfara, iðkendur í 3. og 4. flokki.
Einnig eru foreldrar allra barna sem æfa handbolta velkomnir.
31.08.2011
Búið er að gera smávægilegar breytingar á æfingatöflunni sem sett var á síðuna í gær, þannig að ný
útgáfa er nú komin á síðuna. Æfingar í Íþróttahöllinni og Síðuskóla hefjast 1. september en vegna
framkvæmda í K.A. heimilinu hefjast æfingar ekki þar fyrr en mánudaginn 5. september.
Æfingatöfluna í heild er hægt að sjá hér, (eða undir Yngir
flokkar á handboltasíðunni).
28.08.2011
Nú fer að líða að því að handboltafólk taki fram skóna og hefji æfingar. Planið var að byrja æfingar mánudaginn 29.
ágúst, en vegna framkvæmda í K.A. heimilinu gengur það ekki eftir. 3 og 4 flokkur eru reyndar byrjuð í útihlaupum og styrktaræfingum.
12.08.2011
Mánudagur - KA heimili - útiæfing kl. 17.00
Þriðjudagur - Höllin - æfing í sal kl. 17.00 - mæta líka með útiföt
Fimmtudagur - KA heimili - útiæfing kl. 17.00
Föstudagur - Höllin - æfing í sal kl. 17.00 - mæta líka með útiföt
Minni á Facebook síðu flokksins "4. flokkur handbolti KA piltar" þar sem allar upplýsingar um æfingar og keppnisferðir verður að finna.
Jói Bjarna í s. 662-3200.
09.08.2011
Helgina 26.-28. ágúst verður haldið C-stigs dómaranámskeið, en það er efsta stig dómararéttinda. Skráning fer fram á
robert@hsi.is og lýkur föstudaginn 19. ágúst nk. Þátttakendur skulu taka fram við
skráningu nafn, kennitölu, félag, tölvupóstfang og síma.
Áhugasamir KA menn sem vilja dæma í vetur geta fengið námskeiðið og ferðir greiddar af félaginu. Hafið sambandi við Erling í
síma 690-1078.
04.08.2011
Æfingamót í meistaraflokki kvenna í handknattleik verður á Akureyri 9. -10. september. Leikið verður í KA heimilinu.
Leiktíminn 2x30 mín.
Þau lið sem hafa áhuga á þátttöku er beðin að tilkynna það til Jóhannesar Bjarnasonar
sími: 662-3200.