11.10.2011
KA handboltadagur verður haldin laugardaginn 15. október og vonumst við til að sjá sem flesta. Þá verður skráning iðkenda/innheimt
æfingagjöld og boðið upp á veitingar.
Í ár ætlum við að leggja áherslu á kvennaboltann í KA/Þór. Einvarður Jóhannsson ætlar að hafa skemmtilega
æfingu fyrir stelpur í 1.-5. bekk kl. 11:30-12:30 og er ÖLLUM stelpum í bænum á þessum aldri boðið að koma og prófa handbolta. Kl.
12:30 spilar 3. flokkur KA/Þór við FH, kl.14:00 spila sömu lið í 4. flokki og kl.16:00 sömu lið í meistaraflokki kvk. Þannig að
það er tilvalið að koma í KA heimilið á laugardaginn, prófa handbolta, horfa á leiki og fá sér vöflukaffi.
10.10.2011
Nú er lokið fyrsta stóra handboltamótinu sem KA kemur að í vetur, það var Íslandsmót 6. flokks yngra ár í stelpna og drengja
flokki sem við héldum ásamt Þór.
Við viljum byrja á því að þakka Þór fyrir gott samstarf og einnig öllum þeim sem gerðu okkur mögulegt að halda þetta
mót jafnt styrktaraðilum, samstarfsaðilum og þeim sem unnu óeigingjarna sjálfboðavinnu.
10.10.2011
Nú um helgina fór fram hér á Akureyri umferð í Íslandsmótinu í handknattleik fyrir 6. flokk karla og kvenna. Það voru KA og
Þór sem héldu mótið og var leikið í KA heimilinu og Íþróttahöllinni.
Nú liggja fyrir öll úrslit og lokastaða í mótsins og er hægt að sjá það allt í leikjaskránni.
Einnig eru komnar ljósmyndir frá mótinu.
Smelltu hér til að sjá allt um
mótið!
08.10.2011
Leikurinn KA/Þór – Fjölnir í 3. flokki kvenna verður á morgun sunnudag 9. okt. kl. 12:30 í íþróttahúsi
Síðuskóla en ekki kl. 14:00 í KA heimilinu eins og áður var áætlað.
08.10.2011
Meistaraflokkur kvenna KA/Þór hefur gert samning við BK kjúkling Grensásvegi 5 í Reykjavík um að stelpurnar fari þangað að borða
fyrir útileikina. Þetta er góður samningur fyrir stelpurnar og við hvetjum alla KA menn og Þórsara að skreppa á BK kjúkling þegar
fólk á leið suður.
06.10.2011
Meistaraflokkur KA/Þór leikur sinn fyrsta leik í N1 deildinni á laugardag kl. 16:00. Leikurinn er í Digranesi við HK, en þeim hefur einmitt verið
spáð mikill velgengni í vetur og byrjuðu tímabilið á því að sigra Fram í fyrstu umferð.
29.09.2011
Það er óhætt að segja að það verði stórleikur í Höllinni í dag þegar Íslandsmeistararnir úr FH
mæta til leiks. Viðureignir liðanna frá síðasta tímabili voru margar og klárlega hápunktar tímabilsins.
Akureyrarliðið fór vel af stað í fyrsta leik síðastliðinn mánudag þegar liðið vann góðan útisigur á Aftureldingu
í Mosfellsbænum. FH ingar hins vegar töpuðu illa fyrir Fram á sínum heimavelli og koma væntanlega dýróðir í þennan leik,
staðráðnir í að komast á sigurbraut á ný.
28.09.2011
Í Morgunblaðinu í dag er kynning á liði KA/Þór sem leikur í vetur í N1 deild kvenna. M.a. er rætt við þjálfara
liðsins Guðlaug Arnarsson. Þess má geta að stelpurnar sitja hjá í fyrstu umferð deildarinnar þar sem Fylkir dró lið sitt út
úr keppninni á síðustu stundu.
Fyrsti leikur liðsins verður 8. október en það er útileikur gegn HK en þann 15. október verður fyrsti heimaleikurinn þegar FH stúlkur
koma í heimsókn.
Hér á eftir er kynningin úr Morgunblaðinu.
21.09.2011
Um síðustu helgi tók meistaraflokkur kvenna þátt í Errea-mótinu á Seltjarnarnesi. Mótið var æfingamót en auk
KA/Þór tóku Grótta, HK, ÍBV og þátt í mótinu. Meðfylgjandi eru úrslit mótsins.
19.09.2011
Fríða Rún Þórðardóttir næringafræðingur var með fyrirlestur um næringarfræði miðvikudaginn 7. september
síðastliðinn í KA heimilinu fyrir þjálfara, iðkendur og foreldra.