Fréttir

Svart og hvítt hjá 3. flokk kvk.

Stelpurnar í 3. flokk spiluðu gegn FH tvo leiki um helgina. Á laugardeginum var bikarleikur og leikur í deildinni á sunnudeginum.  Laugardagsleikurinn spilaðist svipað og leikirnir hjá 3. flokk hingað til. Sókn og vörn ágæt en mikið vantaði upp á baráttu og sigurvilja. Stemmingin í liðinu lítil og leikmenn að spila langt undir getu.  Markverðir liðsins fundu sig engan veginn og þegar vörnin var að spila ágætlega virtust FH stelpur getað skorað úr nánast hvaða færi sem þær fengu. Hálfleikstölur voru 12-17 fyrir FH og ljóst að mikið þyrfti að breytast í seinni hálfleiknum. 

Tveir leikir hjá 3. flokki kvenna um helgina

KA/Þór mætir FH í tveim leikjum í 3. flokki kvenna um helgina. Á laugardaginn klukkan 12:30 eigast liðin við í bikarkeppninni og fer sá leikur fram í Íþróttahöllinni. Á sunnudaginn mætast liðin svo aftur en sá leikur er liður í Íslandsmótinu og fer sá leikur fram klukkan 11:00 og verður hann í KA-heimilinu.

2. deild kvenna: 10 - 0 sigur hjá KA/Þór

Á morgun, laugardag var fyrirhugaður leikur KA/Þór gegn Fylki í 2. deild meistaraflokks kvenna. Nú hefur Fylkir tilkynnt að félagið hyggist ekki mæta í leikinn og er KA/Þór því dæmdur 10-0 sigur í leiknum. Þetta mun vera í fjórða skipti í vetur sem lið mætir ekki hingað norður til leiks samkvæmt mótaskrá í þessari deild og er háttarlag og framkoma þessara liða gjörsamlega ólíðandi.

Æfingar yngri flokka handknattleiksdeildar falla niður í dag

Tilkynning frá handknattleiksdeild. Vegna óveðurs og ófærðar í bænum falla allar æfingar niður hjá yngri flokkum í handbolta í dag, föstudaginn 7. janúar. Unglingaráð handknattleiksdeildar.