Fréttir

KA/Þór með heimaleik gegn Stjörnunni á laugardag

KA/Þór tekur á móti Stjörnunni  laugardaginn12. nóvember í N1 deild kvenna. Leikurinn er í KA heimilinu og hefst klukkan 16:00. Liðið er búið með tvo heimaleiki, unnu FH og töpuðu síðan með einu marki fyrir Haukum þannig að það má búast við góðri skemmtun í KA heimilinu. Aðgangur er ókeypis og gómsætar vöfflur í boði í hálfleik.

3. flokkur karla KA mætir Stjörnunni á laugardaginn í Höllinni

3. flokkur KA mætir Stjörnunni í heimaleik á laugardaginn. Að þessu sinni spila strákarnir í Íþróttahöllinni og hefst leikurinn klukkan 14:00. Það er mikið um að vera á laugardaginn, meistaraflokkur KA/Þór spilar heimaleik í KA heimilinu gegn Stjörnunni og hefst sá leikur klukkan 16:00. Sömuleiðis á 2. flokkur Akureyrar heimaleik gegn Stjörnunni á laugardaginn en sá leikur hefst klukkan 12:30 í Íþróttahöllinni. Það má því segja að laugardagurinn verði sannkallaður stjörnudagur!

Eins marks tap KA/Þór gegn Haukum - myndir

Haukar sóttu tvö stig norður í gær er liðið sigraði KA/Þór með eins marks mun í KA-heimilinu í N1-deild kvenna í handknattleik. Lokatölur urðu 28-29 en lokamínúturnar voru æsispennandi þar sem heimamenn hefðu getað jafnað metin í síðustu sókn leiksins. Sú sókn rann hins vegar út í sandinn og Haukastúlkur fögnuðu vel í leikslok.

KA/Þór - Haukar á laugardag klukkan 16:00

Meistaraflokkur KA/Þór tekur á móti Haukum á laugardaginn 5. nóvember og hefst leikurinn klukkan 16:00 í KA heimilinu. Aðgangur er ókeypis. KA/Þór liðið vann góðan sigur á FH í síðasta heimaleik og ætla örugglega að endurtaka leikinn á laugardaginn. KA/Þór hefur 2 stig í deildinni eftir þrjá leiki en Haukar eru sömuleiðis með 2 stig en hafa leikið fjóra leiki.

KA/Þór fékk útileik á móti FH í Eimskipsbikarnum

Nú í hádeginu var dregið í leiki bikarkeppninnar, hjá konunum fékk lið KA/Þór útileik gegn FH en þess er skemmst að minnast að stelpurnar í KA/Þór unnu einmitt FH liðið í KA heimilinu í síðustu umferð N1-deildarinnar. Kvennaleikirnir verða 15. og 16. nóvember.

Af ferð 5. flokks KA/Þór til Reykjavíkur um síðustu helgi

Stelpurnar á eldra ári í 5. flokki kvenna fóru til Reykjavíkur um síðustu helgi. Voru þær skráðar í efstu deild þannig að ljóst þótti að allir leikir yrðu hörkuleikir. Ekki bætti úr skák að þar sem færðin var ekki sú besta var dágóð töf á leiðinni þannig að þær náðu í hús korteri fyrir fyrsta leik.

Myndir frá sigurleik KA/Þór gegn FH

Þórir Tryggvason sendi okkur myndir frá laugardeginum þegar KA/Þór vann FH í N1 deild kvenna með 24 mörkum gegn 22.

Magnaður sigur KA/Þórs gegn FH

KA/Þór fékk sín fyrstu stig í N1-deild kvenna er liðið lagði FH að velli í KA-heimilinu í dag, 24-21. FH-stúlkur voru sterkari aðilinn framan af og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 13-10. KA-stúlkur sneru dæminu við í seinni hálflei og það var ekki síst fyrir frammistöðu færeyska markvarðarins, Fridu Petersen, að KA/Þór landaði að lokum tveggja marka sigri, 24-22, en Frida varði 18 skot í leiknum.

Fyrsti úrvalsdeildarleikur KA/Þór á heimavelli á laugardaginn

Það er FH sem kemur í heimsókn til KA/Þór á laugardaginn þegar meistaraflokkur KA/Þór leikur sinn fyrsta heimaleik að þessu sinni í N1 deild kvenna. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og það er ókeypis aðgangur. Segja má að þetta verði alger kvenna leikur hjá KA/Þór – FH, því dómararnir verða þær Guðrún Dóra Bjarnadóttir og Ragna K. Sigurðardóttir.  Frábært að fá loks kvenndómarapar.  Eftirlitsmaður á leiknum verður hin þrautreynda Helga Magnúsdóttir. Við hvetjum alla til að fjölmenna í KA heimilið og styðja stelpurnar og jafnframt geta menn barið augum nýja gólfið í húsinu en loksins er langþráður draumur orðinn að veruleika með úrbætur á gólfinu.

5. flokkur KA/Þór gerir það gott - myndir

5. flokkur kvenna yngra ár gerði góða ferð suður um liðna helgi. KA/Þór hafði tvö lið skráð til leiks, annars vegar lið KA/Þór1 sem var skipað reynslumeiri leikmönnum og KA/Þór2 sem var skipað leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni og þeim sem hingað til hafa reynt að hafa sig til hlés inn á vellinum.