08.03.2011
Athugið að vegna vetrarfrís í grunnskólum Akureyrar verður frí hjá 7. og 8. flokki karla á föstudag og laugardag og hjá
stelpunum á föstudag. Handboltaæfingar verða samkvæmt stundarskrá í næstu viku.
08.03.2011
A liðið átti tvo leiki en B liðið átti þrjá leiki fyrir höndum.
A liðið spilaði á föstudagskvöldið gegn Haukum og unnu nokkuð þægilegan sigur 18-31. Stelpurnar keyrðu hratt og voru sífellt
ógnandi í sókninni. Vörnin var gríðarlega þétt og það sem fór fram hjá vörninni endaði oftast í
markmönnum liðsins.
Á laugardeginum spilaði liðið síðan gegn Stjörnunni og unnu stórsigur 7-30 eftir að hafa verið 11-2 yfir í hálfleik. Varla var
hægt að finna feilspor hjá liðinu í þessum leik. Hraðaupphlaup, seinni bylgja, uppstillt sókn, vörn, markvarsla, allt voru þetta einstaklega
vel útfærðir þættir í virkilega góðum leik KA/Þórs stúlkna.
08.03.2011
Þó nokkuð sé um liðið þá er aldrei of seint að rifja upp merkisviðburði. Eins og mönnum er kunnugt þá urðu
strákarnir í 3. flokki bikarmeistarar á dögunum. Hannes Pétursson sendi okkur nokkrar myndir frá heimkomu drengjanna en þeir komu seint um kvöld
norður.
07.03.2011
Liðin áttust við á laugardaginn, í byrjun var jafnræði með liðunum en svo seig Fjölnir/Afturelding framúr og náði um tíma
4-5 marka forskoti. Þá tók KA/Þór leikhlé og við það lagaðist leikur liðsins og munurinn minnkaði niður í eitt mark
fyrir hlé, en þá var staðan 14-15.
04.03.2011
Það er nóg að gera í handboltanum hjá KA/Þór um helgina en meistaraflokkur kvenna spilar tvo leiki í KA heimilinu um helgina og 3. flokkur
kvenna spilar einn leik. Dagskráin er eftirfarandi:
Laugardagur kl. 12:00 m.fl. KA/Þór – Fjölnir/Afturelding
Sunnudagur kl. 11:00 3.fl. KA/Þór – HK1
Sunnudagur kl. 13:00 m.fl. KA/Þór – HK
28.02.2011
Miðvikudaginn 2.
mars og miðvikudaginn 9. mars verður B-stigs dómaranámskeið haldið á Akureyri.
Námskeiðið er frá 18.00-22.00 hvort kvöld og verður haldið í Hamri.
Bækur má nálgast í afgreiðslunni í KA heimilinu og einnig er hægt að nálgast reglurnar á vef HSÍ: http://hsi.is/files/3299-0.pdf
27.02.2011
KA varð í dag Eimskips bikarmeistari 3. flokks karla eftir að hafa borið sigurorð af Val 35-33. Staðan í hálfleik var 19-15 fyrir KA. Leikurinn var
virkilega spennandi og stóðu allir leikmenn sig með miklum sóma. Sigþór Árni Heimisson leikmaður KA var valinn maður leiksins en hann átti
stórleik og skoraði 13 mörk.
26.02.2011
KA/Þór og Valur áttust við á föstudaginn í 2.deild í handbolta. Leikurinn átti að vera á laugardag en var færður vegna
bikarúrslitaleiks Akureyrar. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en svo sigu heimastúlkur framúr með góðum sóknarleik ,
þar sem Martha Hermannsdóttir skoraði mikið og góðri markvörslu Kolbrúnar Helgu Hansen.
24.02.2011
Næstkomandi helgi er bikarúrslitahelgi HSÍ. Akureyringar eiga tvö lið í úrslitum þetta árið. Lið Akureyri
Handboltafélags í meistaraflokki karla og KA í 3. flokki karla. 3. flokks strákarnir okkar, undir stjórn Einvarðar Jóhannssonar, gerðu
sér lítið fyrir og sigruðu Stjörnuna í undanúrslitum 35-28.
20.02.2011
3. flokkur kvenna spilaði þrjá leiki um helgina gegn Stjörnunni, ÍBV og Haukum.
Á föstudeginum spiluðu þær gegn Stjörnunni.
Stjarnan byrjaði af krafti og náðu yfirhöndinni í byrjun leiks. Við það var vörninni breitt og KA/Þór unnu sig síðan
hægt og bítandi inn í leikinn og náðu tökum á leiknum um miðbik fyrri hálfleiks og léku glimmrandi vel fram í hálfleik.
Í seinni hálfleik byrjuðu norðanstelpur mun betur og náðu fljótt átta marka forustu. Þá small allt í baklás, Stjarnan
sótti á og þegar fimm mínútur voru eftir var munurinn einungis þrjú mörk. Nær komst Stjarnan þó ekki og KA/Þór
innbyrti góðan sigur.
Laugardagsleikurinn var gegn ÍBV í Austurbergi. Til þess að spara ferðakostnað var ákveðið að liðin mættust á miðri
leið. Þessi leikur átti að vera í desember en vegna slæmra veðurskilyrða gekk það ekki upp og leikurinn því settur á um
helgina.
KA/Þór spilaði virkilega vel allan fyrri hálfleikinn og átti ÍBV fá svör og voru í raun ljónheppnar að munurinn var einungis
fimm mörk í hálfleik. Eins góður og fyrri hálfleikurinn var, verður að segjast að seinni hálfleikurinn var jafn slæmur. Ógrynni
skota lentu í stöng eða í markmanni ÍBV og þegar ein og hálf mínúta var eftir af leiknum voru ÍBV allt í einu komnar með
tveggja marka forustu. Með mikillri seiglu náðu KA/Þór stelpur að jafna leikinn og voru ekki langt frá því að stela sigrinum í lokin.
Miðað við hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist og síðustu mínúturnar af seinni hálfleik er grátlegt að þetta hafi farið
í jafntefli en það var engu að síður niðurstaðan.