Fréttir

KA/Þór: Meistaraflokkur kvenna og 3.fl. kvenna leika 5 leiki fyrir sunnan um helgina

Nóg að gera hjá KA/Þór um helgina. Meistaraflokkur leikur þrjá leiki, fyrst gegn Fylki kl. 21:00 á föstudag í Fylkishöll.   Á laugardaginn klukkan 12:00 gegn Val í Vodafone höllinni og loks gegn HK í Fagralundi á sunnudaginn kl.12:30. 3. flokkur leikur tvo leiki: Gegn Fram í Framhúsi á laugardag kl. 13:30 og gegn Fylki í Fylkishöll á sunnudag kl. 11:00. Við treystum því að stelpurnar eigi öflugt stuðningsfólk á höfuðborgarsvæðinu!

KA/Þór tapaði gegn Stjörnunni

KA/Þór lék gegn  Stjörnunni í 2. deild Íslandsmótsins í handknattleik kvenna á laugardag. Þetta var leikur tveggja efstu liðanna í deildinni og því búist við hörkuleik.   Liðin skiptust á að hafa forustuna fram í miðjan fyrri hálfleik en röð af mistökum KA/Þórs olli því að Stjarnan seig framúr og náði 7 marka forystu.  Þá tóku heimastúlkur leikhlé og tókst að laga leik sinn og minnka muninn í 2 mörk, 21-23 í hálfleik. 

Heimaleikur hjá KA/Þór gegn Stjörnunni á laugardaginn

KA/Þór leikur gegn Stjörnunni í 2.deild kvenna í handbolta á laugardaginn kl.12:00 í KA heimilinu.  Stjarnan er í efsta sæti deildarinnar og hefur innanborðs margar fyrrverandi landsliðskonur. KA/Þór fylgir fast á eftir og er í 2. sæti í deildinni og því má búast við spennandi leik.  Stelpurnar okkar þurfa á stuðningi að halda og því er fólk hvatt til að mæta og hvetja liðið.

Loks leikur í 2. deild kvenna á Akureyri - Góður sigur á Víkingum

KA/Þór og Víkingur léku í 2.deild kvenna í handboltanum á laugardag.  Liðin voru jöfn í 2.-3. sæti deildarinnar og því búist við jöfnum leik.  Framan af leik var jafnræði með liðunum en þegar líða tók á hálfleikinn seig KA/Þór fram úr og náði þriggja marka forustu fyrir hlé, 15-12.  Munaði þar mestu um að góða vörn og nokkur hraðaupphlaup sem skiluðu þessu forskoti.

Ferðasaga 6. flokks kvenna eldra árs - Myndir

Föstudaginn 21. janúar héldu 19 eldhressar KA/Þór stelpur til Reykjavíkur.  Lagt var af stað frá KA heimilinu klukkan 13 og var stoppað og borðað í Borgarnesi. Við vorum komin í Fjölnisheimilið, þar sem mótið var haldið, um klukkan 18:30. Í þetta sinn vorum við með tvö lið og stefnum að því að verða jafnvel með þrjú lið á næsta móti ef að stelpunum heldur áfram að fjölga svona mikið. Hópurinn hefur heldur betur stækkað síðan í haust og við viljum koma á framfæri að allar stelpur sem vilja koma og prófa handbolta eru meira en velkomnar á æfingar.

5. flokkur karla keppnisferð janúar 2011 - myndir

5. flokkur KA í handbolta fór í sína 3. keppnisferð í vetur 14. janúar s.l. að þessu sinni var ferðinni heitið í Kaplakrikann til FH, ferðin hófst á föstudaginn í KA heimilinu þar sem hópurinn safnaðist saman og horfði á leik Íslands og Ungverja í HM, þaðan var svo lagt af stað til Reykjavíkur með bros á vör og voru 6. flokkur stelpna og 6. flokkur stráka yngra ár með í för, það var því sneisafull rúta af hressum krökkum. 

A lið 4. flokks kvenna spilaði um helgina

Síðast liðna helgi fór fram leikur KA/Þórs í 4.flokki á móti Fjölnisstelpum sem var jafnan annar deildarleikur þessara liða í vetur, þegar þær mættust á heimavelli Fjölnis þá unnu okkar stelpur góðan og stóran sigur, en Fjölnisstelpurnar mættu norður með gott og flott lið sem tekur stöðugum framförum með hverjum leik.

KA annáll 2010

Hér fer á eftir annáll sem Tryggvi Gunnarsson, varaformaður KA flutti á KA-deginum þann 16. janúar þar sem jafnframt var fagnað 83. afmæli félagsins.

Ferðasaga 6. flokks kvenna yngra árs - myndir

Síðastliðinn föstudag, þann 14. janúar héldum við til Reykjavíkur. Við hittumst uppi í KA heimili, horfðum saman á landsleikinn og lögðum síðan af stað. Við keyrðum með tveimur strákaliðum þannig að það var vægast sagt mikið fjör á leiðinni. Það var síðan stoppað í Staðarskála til þess að borða og þar fengum við hollan og góðan mat, sem að stelpunum fannst þó misgóður. Ferðinni var síðan haldið áfram og við vorum komin á gististaðinn okkar, Ársel, rétt fyrir miðnætti. Þegar þangað var komið fóru stelpurnar að taka sig til fyrir svefninn, enda langur og erfiður dagur framundan.

Góður sigur hjá 3. kvk

Sama dag og haldið var upp á 83. ára afmæli KA með glæsibrag tók 3. flokkur kvenna í KA/Þór á móti ÍR stúlkum.