Fréttir

Úrslit leikja og lokastaða á Íslandsmóti 5. flokks karla og kvenna

Nú um helgina fer fram fimmta umferð Íslandsmótsins hjá 5. flokki karla og kvenna, yngra árs í handknattleik. Hér á síðunni ætlum við að reyna að skrá inn úrslit leikjanna eins og ört og tækifæri gefst. Smelltu á lesa meira til að sjá úrslit og tímasetningar.

Aðalfundur Handknattleiksdeildar KA þriðjudaginn 9. apríl

Aðalfundur Handknattleiksdeildar KA verður haldinn í KA heimilinu þriðjudaginn 9. apríl klukkan 20:30. Dagskrá :  Venjuleg aðalfundarstörf. Allir sem hafa áhuga á handbolta eru velkomnir á fundinn. Stjórnin

Næstu leikir

Kl 12:00 á morgun þriðjudag mun 4fl stúlkna KA/Þór á yngra ári spila á móti Val í KA heimilinu og á miðvikudaginn er útileikur hjá 4fl drengja (KA 2) á yngra ári á móti Þór Akureyri og byrjar leikurinn kl 18:00 í Síðuskóla

Vilt þú starfa í ungmennaráði K.A ?

Í haust var stofnað ungmennaráð innan K.A og tilgangurinn með ráðinu er að fá fleiri krakka/unglinga til að koma að starfinu í félagsheimilinu.

KA/Þór deildarmeistarar í 2. deild kvenna - myndir

Stelpurnar í meistaraflokki KA/Þór tóku í gær á móti Gróttu í 2. deildinni (utandeildinni) og þurftu á stigi að halda til að gulltryggja deildarmeistaratitilinn. Gróttuliðið sem er í 3. sæti deildarinnar lét KA/Þór hafa fyrir hlutunum í upphafi leiks en jafnt var á með liðunum fyrsta korterið í leiknum. KA/Þór náði þá þriggja marka forskoti sem hélst út hálfleikinn en hálfleiksstaðan var 13-10.

3. flokkur karla – deildarmeistarar

3. flokkur karla varð í dag deildarmeistari í 2. deild karla í handbolta. Síðasti leikur þeirra var gegn HK sem átti möguleika á að ná KA að stigum og ná þannig titlinum.

Leikir um helgina

Einn leikur verður hjá 3fl karla í KA heimilinu á laugardaginn kl  14:30 á móti HK og minni svo á leik meistaraflokks kvenna, KA/Þór á móti Gróttu í KA heimilinu sama dag kl 16:00

Lokaleikur KA/Þór á laugardaginn - verða þær deildarmeistarar?

Meistaraflokkur KA/Þór leikur sinn síðasta leik í 2. deildinni á laugardaginn klukkan 16:00. Andstæðingurinn er Grótta en KA/Þór stelpurnar þurfa stig úr leiknum og myndu þar með tryggja sér sigur í deildinni. Ef það gengur eftir fá þær bikarinn afhentan í leikslok. Staðan í deildinni er þannig í dag að KA/Þór er efst með 29 stig, Víkingur í 2. sæti með 28 stig og Grótta í 3. sæti með 21 stig, en öll liðin eru búin með 17 leiki af 18. Við hvetjum alla til að koma í KA-heimilið og styðja stelpurnar í þeirri baráttu.

Síðasti heimaleikur Akureyrar - kl. 19:30 á fimmtudag

Það gera sér væntanlega allir grein fyrir mikilvægi leiks Akureyrar og Aftureldingar á fimmtudaginn. Bæði liðin eru í hópi þeirra liða sem geta fallið úr deildinni en auk þeirra eru Valur og HK í þeim hópi. Það er því til mikils að vinna fyrir bæði lið. Sigur í leiknum myndi gulltryggja Akureyri sæti í deildinni og þar með myndu Afturelding og Valur lenda í tveim neðstu sætum deildarinnar, annað liðið falla beint en hitt fara í umspil ásamt liðunum í 2. – 4. sæti fyrstu deildarinnar.

4. flokkur kvenna deildarmeistarar

KA/Þór í 4. flokk kvenna á yngra ári tryggði sér deildarmeistaratitilinn í annari deild um helgina.