Fréttir

Handknattleiksdómaranámskeið

Helgina 13.-15. september verður haldið C-stigs dómaranámskeið fyrir handboltadómara, en það er efsta stig dómararéttinda. Skráning fer fram á robert@hsi.is  og lýkur föstudaginn 6. september nk. Þátttakendur skulu taka fram við skráningu nafn, kennitölu, félag, tölvupóstfang og síma.  Allar frekari upplýsingar eru hjá robert@hsi.is

Handboltaæfingar hefjast 2. september - æfingataflan komin

Nú er handboltavertíðin að byrja og æfingataflan komin á heimasíðuna. Æfingar munu hefjast samkvæmt tímatöflu mánudaginn 2. september. Margir foreldrar yngstu iðkendanna hafa haft samband og spurt um tímana og eru þar að hugsa um frístund í skólunum. Æfingatímar þeirra yngstu eru tilbúnir og eru þeir eftirfarandi:

Akureyri Handboltafélag á sterku móti í Þýskalandi

Akureyrar liðið tekur þessa dagana þátt í alþjóðlegu handknattleiksmóti í Þýskalandi ásamt ýmsum stórliðum Evrópu. Mótið heitir Der Handball Champions Cup og hefst í dag með tveimur leikjum í hvorum riðli. Akureyri leikur við slóvensku mestarana í RK Gorenje Valenje klukkan 19:00 að þýskum tíma sem myndi vera klukkan 17:00 að íslenskum tíma. Mótið er nú haldið í 11. sinn og í sjötta sinn sem það fer fram í bænum Dessau.

Stelpurnar hefja æfingar – nýr formaður tekinn við

Kvennalið KA/Þórs hefur hafið æfingar að nýju eftir sumarfrí og hófust þær strax á þriðjudaginn. Góður gangur hefur verið á æfingunum í vikunni, sem hafa verið undir handleiðslu Gunnars Ernis Birgissonar. Gunnar er kominn í þjálfarateymi kvennaliðs KA/Þór en hann hefur verið að þjálfa hjá Val undanfarin ár. Gunnar mun þjálfa 3. fl kvenna í vetur og vera aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokk. 

Sumaræfingar í handbolta

Nú er starfi handboltans í vetur lokið og afslöppun í sólinni á næsta leiti.

Myndir frá lokahóf handknattleiksdeildar

Lokahóf handknattleiksdeildar yngri flokka KA var haldið föstudaginn 17. maí síðastliðinní KA heimilinu. Mikið fjölmenni var og að venju var mikið fjör í húsinu. Farið var í leiki og verðlaun veitt fyrir árangur vetrarins. Í lokin var síðan heljarinnar pizzuveisla frá Greifanum. Þórir Tryggvason mætti með myndavélina og má hér sjá fjölmargar skemmtilegar myndir frá hófinu.

Handboltaskóli Bjarna Fritz 10. - 21. júní

Handboltaskóli Bjarna Fritz verður haldinn á Akureyri 10. - 21. júní og er ætlaður ungmennum 10 ára og eldri. Aðstoðarmaður Bjarna á námskeiðinu er enginn annar en Oddur Gretarsson og munu þeir án efa mynda flott teymi. Skipt verður í hópa eftir aldri og því munu strákar og stelpur æfa saman. Handboltaskólinn verður frá mánudeginum 10. júní til föstudagsins 21. júní.

Lokahóf handknattleiksdeildar

Lokahóf handknattleiksdeildar yngri flokka KA verður haldið föstudaginn 17. maí frá klukkan 18:00 til 20:00 í KA heimilinu. Farið verður í leiki og verðlaun veitt fyrir árangur vetrarins. Að vanda verður heljarinnar pizzuveisla frá Greifanum. Allir iðkendur eru hvattir til að mæta með pabba, mömmu og systkinum. Höfum gaman saman og fögnum árangri vetrarins og þjöppum okkur saman fyrir næsta vetur!

Fundur um málefni meistaraflokks kvenna

Á mánudaginn klukkan 19:30, strax eftir æfingu hjá meistaraflokki, verður fundur um málefni flokksins.  Það þarf að skipa stjórn, ákveða hvort farið verður í deildarkeppnina og skoða þjálfaramál. Sjáumst sem flest.

Leikur dagsins: Akureyri – Valur í úrslitakeppni 2. flokks

Handknattleikstímabilið er hreint ekki búið fyrir Akureyringa þar sem 2. flokkur Akureyri Handboltafélags heldur merkinu uppi þessa dagana. Í kvöld (mánudaginn 15. apríl) leika strákarnir gegn Val hér í Íþróttahöllinni og hefst leikurinn klukkan 19:00. Það eru leikin 8 liða úrslit í 2. flokki þar sem efstu sex liðin í deildarkeppninni leiða saman hesta sína ásamt tveim efstu úr 2. deildinni.