29.08.2014
Nú er æfingartafla kominn inná síðuna hjá yngriflokkunum og getið þið séð hvenær ykkar krakkar geta mætt á æfingar.
Það geta allir mætt og prófað í september án skuldbindingar.
27.08.2014
Æfingataflan fyrir yngriflokkana í handboltanum er nú á lokasprettinum og verður vonandi tilbúin um eða fyrir helgina.
Stefnt er á að æfingar hefjist í næstu viku eða á mánudag samkvæmt æfingartöflu.
Fylgist með hér á heimasíðunni.
26.08.2014
Í dag undirrituðu tveir leikmenn frá Rúmeníu samning um að leika með KA/Þór í vetur. Þetta eru þær Kriszta Szabó og Paula Chirli.
Þær eru 22 og 23 ára gamlar og hafa heillað forráðamenn KA/Þór undanfarna viku en þær hafa verið hér á reynslu. Kriszta er markvörður en Paula er rétthent skytta/miðjumaður.
24.08.2014
Meistaraflokkur kvenna hjá KA/Þór hélt suður til Reykjavíkur nú á föstudaginn sl. í æfingaferð. Spilaðir voru þrír leikir í borginni, einn á föstudagskvöldinu og tveir á laugardeginum. Liðin sem spilað var við voru Valur, HK og Fylkir.
14.08.2014
Mikill hugur er í fólki á Akureyri fyrir komandi vetri, bæði í karla og kvennahandboltanum og var kvennahandboltinn að tryggja sér einn efnilegasta þjálfara landsins og honum til aðstoðar verður reynsluboltinn Martha Hermannsdóttir í vetur.
13.08.2014
Handboltaæfingar eru byrjaðar hjá strákunum í 4. flokki en það eru strákar í 9. og 10. bekk. Þjálfari er enginn annar en Jóhannes Bjarnason. Í vetur verður teflt fram liðum í báðum árgöngum.
09.08.2014
Nú er handboltinn að fara af stað aftur, verið er að leggja síðustu hönd á ráðningar þjálfara og byrjað að vinna á fullu í gerð æfingartöflu.
Foreldrar geta fylgst með hér á heimasíðunni gangi mála og séð inná sínum flokkum þjálfara flokkanna og upplýsingar um þá ef þið viljið hafa samband við þá. 3. og 4. flokkur er að byrja þessa dagana á æfingum og yngri krakkarnir byrja flestir um næstu mánaðarmót.
30.06.2014
Birta Fönn Sveinsdóttir handboltakona úr KA/Þór er þessa dagana í Gautaborg í Svíþjóð að keppa með U-18 ára landsliði Íslands á opna EM mótinu. Fyrsti leikur liðsins var í dag og unnu þær öruggan sigur á Austurríki og skoraði Birta 2 mörk. Nánar er hægt að fylgjast með mótinu á vef HSÍ.
30.06.2014
Nú verður þessi fríði hópur á Partille Cup í Svíþjóð þessa vikuna. Allir vel stemmdir þegar þeir lögðu af stað og frábærir þjálfara og farastjórar sem fylgdu með. Nánar er hægt að fylgjast með á heimasíðunni partillecup.com og Facebook síðu Partille Cup.
03.06.2014
Þær Aldís Ásta Heimisdóttir, Arnrún Eik Guðmundsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Lísbet Perla Gestsdóttir, Sunna Guðrún Pétursdóttir, Una Kara Vídalín, Þóra Stefánsdóttir og Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir eru nú staddar í Reykjavík á landsliðsæfingum með u-16 ára liði kvenna.