12.11.2014
Á morgun, fimmtudag er komið að heimaleik Akureyrar gegn HK, lærisveinum Bjarka Sigurðssonar. Þetta er leikur í 10. umferð Olís deildarinnar og hefst þar með annar hluti deildarinnar
05.11.2014
Atli hóf störf síðasta föstudag og stýrir liðinu í sínum fyrsta leik á morgun, fimmtudag í heimaleik gegn Aftureldingu.
30.10.2014
Í morgun var gengið frá ráðningu Atla Hilmarssonar til Akureyrar Handboltafélags og tekur Atli við starfi Heimis Arnar Árnasonar. Heimir Örn óskaði sjálfur eftir að verða leystur frá þjálfarahlutverkinu en hefur fullan hug á að koma inn í leikmannahóp liðsins.
23.10.2014
Akureyri mætir í Breiðholtið á laugardaginn og mætir ÍR klukkan 15:30. Sama dag á KA/Þór útileik við Fylki í Olís deild kvenna og hefst sá leikur klukkan 15:00 í Fylkishöllinni.
16.10.2014
Það er heldur betur mikilvægur leikur í dag klukkan 19:00 þegar Akureyri mætir FH í Íþróttahöllinni. Leikir liðanna hafa svo sannarlega verið dramatískir og skemmtilegir þannig að þetta er klárlega leikur sem enginn má missa af.
15.10.2014
Miðvikudaginn 15. október kl. 18:15 mun Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur og fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik halda fyrirlestur á sal Brekkuskóla fyrir 3. og 4. flokk krakka í handbolta.
12.10.2014
4. flokkur kvenna hóf keppni á Íslandsmótinu um helgina með sitt hvorum heimaleiknum. 99 liðið spilaði gegn Selfoss á meðan 00 árgangurinn mætti Val.
11.10.2014
Nú er komið að útileik hjá Akureyri Handboltafélagi en liðið mætir í Framhúsið í Safamýrinni í dag klukkan 15:00. Hamrarnir unnu útisigur á Þrótti 23-25 í 1. deild karla í gær. Hamrarnir mæta ÍH í Kaplakrika í kvöld.