24.03.2014
Stelpurnar í 3. flokki kvenna hjá KA/Þór héldu suður til Reykjavíkur á laugardaginn 22. mars. Þær lögðu þó tvisvar af stað en þurftu að snúa við í Öxnadalnum sökum ófærðar en komust þó á leiðarenda fyrir rest.
21.03.2014
Nú er búið að ákveða að leikur Akureyrar og Vals hefst klukkan 19:30 í dag.
20.03.2014
Handknattleikssamband Íslands býður hér með öllum kvenniðkendum í yngri flokkum ( 3. flokkur kvenna og niður) hjá aðildarfélögum sínum á landsleik Íslands og Frakklands sem fram fer í Laugardalshöllinni miðvikudaginn 26. mars n.k. kl 19.30.
Þetta er leikur í riðlakeppni fyrir Evrópumótið sem fram fer í Ungverjalandi og Króatíu í desember n.k.
Ísland er í baráttu um að komast á Evrópumótið og er því allur stuðningur vel þeginn.
Vinsamlega mætið í bláu því íslenska liðið kemur til með að spila í bláum búningum.
ÁFRAM ÍSLAND
HANDKNATTLEIKSSAMBAND ÍSLANDS
18.03.2014
Aðalfundur handknattleiksdeildar KA fer fram miðvikudaginn 26. mars næstkomandi. Fundurinn hefst klukkan 18.00 í KA-heimilinu.
18.03.2014
Síðastliðinn föstudag mætti ÍBV í heimsókn til Akureyrar til að etja kappi við KA/Þór í 3. flokki kvenna. Liðin höfðu mæst fyrr í vetur en þá fór ÍBV með sigurorð í hörkuleik 30-27. ÍBV situr í 3. sæti deildarinnar á meðan KA/Þór situr í 7. sæti og berst fyrir því að komast í úrslitakeppnina en efstu 6 sætin í deildinni gefa sæti í úrslitakeppninni.
14.03.2014
Fimm ungmenni frá KA og KA/Þór hafa verið valin í úrtakshópa fyrir landslið í handboltanum.
13.03.2014
Akureyri heldur suður í dag og mætir Fram í Safamýrinni. Fjórum stigum munar á liðunum og getur Akureyri því blandað sér allverulega í slaginn um sæti í úrslitakeppninni með sigri
10.03.2014
Stelpurnar á yngra ári 4. flokks kvenna spiluðu sinn hvoran leikinn gegn Fram og Fram 2 í gær. KA/Þór 2 spilaði fyrst gegn Fram2 og fóru vægast sagt á kostum. Mikil mannekla var í liðinu þar sem vetrarfríið stóð sem hæst þannig að einungis þrjár úr 99 árgangnum spiluðu leikinn. Auk þess var Heiðbjört markvörður sem staðið hefur vaktina vel á milli stangana í Reykjavík þannig að Sædís Marínósdóttir tók á sig að fara í markið.
10.03.2014
Um helgina kom Fylkir í heimsókn til að spila við KA/Þór í 3. flokki kvenna. Liðin höfðu mæst einu sinni í vetur þar sem Fylkir bar sigurorð af KA/Þór 31-17. Fylkir situr í 2. sæti deildarinnar en KA/Þór í því 7. svo það var búist við erfiðum leik fyrir norðanstúlkur.
27.02.2014
Stelpurnar á eldra ári 4. flokks kvenna hjá KA/Þór fengu HK í heimsókn á miðvikudaginn í undanúrslitum Coca Cola bikarkeppninnar. Þórir Tryggvason var á staðnum og tók myndir á leiknum.