01.03.2018
Dagur Gautason skrifaði í hádeginu undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við KA. Þetta eru frábær tíðindi en pilturinn er einmitt 18 ára í dag.
26.02.2018
Smelltu á fréttina til að lesa meira
24.02.2018
Kvennalið KA/Þórs heldur áfram á sigurbraut í Grill 66 deild kvenna þegar liðið tók á móti Víkingum. Stelpurnar náðu fljótt góðu taki á leiknum en staðan í hálfleik var 19-13. Það var svo aldrei spurning í síðari hálfleik hvar sigurinn myndi enda og voru lokatölur 32-21 fyrir KA/Þór.
23.02.2018
Leik KA/Þórs við Víking í Grill 66 deild kvenna hefur verið frestað vegna veðurs
21.02.2018
Stór handboltahelgi er framundan í KA-heimilinu og hefst hún strax í kvöld með leik KA og Þór í 3. fl karla. Síðan á fimmtudagskvöldið kl. 19:00 þegar að KA mætir Hvíta Riddaranum í KA-heimilinu í Grill66 deild karla.
21.02.2018
Handknattleiksdeild KA og Einn, tveir og elda skrifuðu í gær undir samstarfssamning. Samningurinn felur í sér að þeir sem versla við Einn, tveir og elda og sækja sínar vörur í KA-heimilinu styrkja í leiðinni KA.
14.02.2018
KA/Þór dróst gegn Haukum í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ, en dregið var núna í hádeginu. Leikurinn fer fram fimmtudaginn 8. mars kl. 19:30 í Laugardalshöll.