Fréttir

Aldís og Ásdís í lokahópi U-20

U-20 ára landslið kvenna í handbolta fer á HM í Ungverjalandi í sumar en liðið tryggði sæti sitt á mótinu með flottri frammistöðu í undanriðli sem fram fór í Vestmannaeyjum í mars. KA/Þór átti tvo fulltrúa í liðinu þegar HM sætið var tryggt en það voru þær Aldís Ásta Heimisdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir

Styttist í sumaræfingar í handboltanum

Lokahóf yngri flokka í handboltanum fór fram í síðustu viku en fyrir unga og efnilega krakka í 5. og 6. flokki (fædd 2004-2007) þá eru í boði sumaræfingar sem hefjast 29. maí. Æfingarnar hafa heppnast gríðarlega vel undanfarin ár og verið mikil ánægja en styrktaræfingar eru einnig í pakkanum enda mikilvægt að hlúa að þeim hluta

Verðlaunahafar á lokahófi yngri flokka

Lokahóf yngri flokka hjá handknattleiksdeild KA fór fram í gær og var mikið líf og fjör á svæðinu. Að venju voru þeir sem stóðu uppúr verðlaunaðir en einnig var farið í hina ýmsu leiki og bar þar hæst reipitogskeppni milli iðkenda og foreldra sem sló vægast sagt í gegn! Lokahófinu lauk svo með frábærri pizzuveislu og er óhætt að segja að allir hafi farið heim með bros á vör

Lokahóf yngri flokka í dag!

Hið stórskemmtilega lokahóf hjá yngri flokkunum í handboltanum er í dag í KA-Heimilinu klukkan 18:00. Að venju verða verðlaunaafhendingar, pizzuveisla og hinir ýmsu leikir í boði. Við hvetjum að sjálfsögðu alla handboltakrakka til að mæta og auðvitað foreldra og forráðamenn til að njóta skemmtunarinnar

Áki og Martha best í handboltanum

Lokahóf handknattleiksdeildar KA fór fram um helgina og ríkti mikil gleði á svæðinu enda tryggði bæði karlalið KA og kvennalið KA/Þórs sér sæti í deild þeirra bestu með frábærum árangri á nýliðnu tímabili. Eins og venja er voru þeir sem stóðu uppúr verðlaunaðir

Jónatan hættir með A-landsliðið

Jónatan Magnússon þjálfari KA/Þórs í handboltanum sem hefur einnig verið aðstoðarþjálfari hjá kvennalandsliði Íslands undanfarin tvö ár hefur ákveðið að láta staðar numið hjá landsliðinu. Í hans stað kemur Elías Már Halldórsson en aðalþjálfari verður áfram Axel Stefánsson

Lokahóf yngri flokka og sumaræfingar

Tímabilinu í handboltanum er að ljúka og styttist í hið skemmtilega lokahóf hjá yngri flokkum KA og KA/Þórs. Að venju verða verðlaunaafhendingar, pizzuveisla og hinir ýmsu leikir í boði. Við hvetjum að sjálfsögðu alla handboltakrakka til að mæta og auðvitað foreldra og forráðamenn til að njóta skemmtunarinnar

6. fl. stúlkna í 2. sæti á Íslandsmóti

Stúlkurnar á yngra ári 6. flokks hjá KA/Þór áttu góðu gengi að fagna í vetur en um nýliðna helgi lauk tímabilinu hjá þeim og enduðu þær í 2. sæti á Íslandsmótinu. Stelpurnar hafa æft vel í vetur og er hópurinn samheldinn og flottur

4. flokkur tapaði gegn Selfoss

Það var hörkuleikur í KA-Heimilinu í dag þegar Deildarmeistarar KA tóku á móti Selfoss í undanúrslitum Íslandsmótsins í 4. flokki karla í handbolta. Liðin höfðu unnið sitthvorn leikinn í vetur og var gríðarleg spenna í leik liðanna í dag

4. flokkur í undanúrslitum á morgun

Deildarmeistarar KA í 4. flokki karla í handbolta taka á móti Selfoss á morgun, sunnudag, klukkan 15:15 í undanúrslitum Íslandsmótsins. Strákarnir hafa verið frábærir í vetur sem og undanfarin ár en þeir hafa unnið titil á hverju ári þrjú ár í röð