Fréttir

Olgica Andrijasevic til liðs við KA/Þór

Olísdeildarlið KA/Þórs í handboltanum barst í dag gríðarlegur liðsstyrkur þegar króatíski markvörðurinn Olgica Andrijasevic skrifaði undir 2 ára samning við liðið. Sunna Guðrún Pétursdóttir og Margrét Einarsdóttir skiptu markmannsstöðunni með sér á síðasta tímabili en þær hafa báðar yfirgefið liðið fyrir komandi tímabil

4. flokkur KA á Partille Cup

KA sendir annaðhvert ár 4. flokk drengja og stúlkna í handboltanum til Svíþjóðar á Partille Cup. Partille Cup er eitt stærsta handboltamót í heiminum og keppa iðulega um 15.000 handboltamenn á öllum aldri frá um 50 löndum á mótinu

U-18: Sigur í fyrsta leik á Nations Cup

U-18 ára landslið Íslands í handbolta hóf í dag leik á Nations Cup í Lübecke í Þýskalandi. Strákarnir mættu Norðmönnum og eftir að Ísland hafði leitt 13-11 í hálfleik náðu strákarnir 5 marka forystu þegar skammt var eftir af leiknum. En Norðmennirnir gáfust ekki upp og minnkuðu muninn í 1 mark, það var þó ekki nóg og Ísland fór með 26-25 sigur af hólmi

Strandhandboltamóti KA frestað

Af óviðráðanlegum orsökum þurfum við að fresta strandhandboltamótinu sem átti að fara fram um helgina í Kjarnaskógi. Ekki er komin ný tímasetning á mótið en stefnt er að halda það í júlí eða ágúst. Tilkynning um nýja tímasetningu kemur um leið og hún hefur verið ákveðin

Ásdís með KA/Þór næstu 2 árin

Ásdís Guðmundsdóttir skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór í handboltanum. KA/Þór tryggði sér sigur í Grill 66 deildinni á nýliðnum vetri en stelpurnar töpuðu ekki leik í deildinni ásamt því að komast í undanúrslit Coca-Cola bikarsins

Áki hampaði bikarnum fræga

Áki Egilsnes var besti leikmaður karlaliðs KA á nýliðnu tímabili í handboltanum en liðið tryggði sér eins og flestir ættu að vita sæti í deild þeirra bestu. Áki var upptekinn á landsliðsæfingum í Færeyjum þegar lokahófið fór fram og fékk því bikarinn nú fyrir skömmu

KA með 7 fulltrúa í U15 og U16

Í vikunni voru æfingahópar fyrir drengjalandslið skipuð leikmönnum undir 16 og undir 15 ára aldri. KA skipar stóran sess í þessum hópum en í U16 á KA 4 fulltrúa og í U15 á KA 3 fulltrúa. Maksim Akbachev og Örn Þrastarson eru þjálfarar hópsins og er þetta frábært tækifæri fyrir strákana til að sýna sig

Strandhandboltamót KA 23. júní

Handknattleiksdeild KA bryddar upp á mjög skemmtilegri nýjung þetta sumarið en það er strandhandboltamót. Mótið verður í Kjarnaskógi laugardaginn 23. júní og verður leikið í blönduðum flokki það er að segja að strákar og stelpur munu spila saman

Martha og Jonni best á hófi HSÍ

Lokahóf Handknattleikssambands Íslands fór fram í gær og var mikið um dýrðir. Að venju voru þeir leikmenn og þjálfarar sem þóttu standa uppúr verðlaunaðir og fór töluvert fyrir handknattleiksdeild KA á hófinu enda tryggðu bæði karlalið KA og kvennalið KA/Þórs sér sæti í deild þeirra bestu á nýliðinni leiktíð

Rakel Sara fer til Svíþjóðar með U-16

U-16 ára landslið kvenna í handbolta er á leiðinni til Svíþjóðar á European Open sem fer fram dagana 2.-6. júlí í Gautaborg. Stelpurnar eru með Frakklandi, Spáni, Finnlandi og Azerbaijan í riðli og á KA/Þór einn fulltrúa í hópnum og er það Rakel Sara Elvarsdóttir