Fréttir

Arionbankamót í handboltanum um helgina

Um helgina fer fram Arionbankamót í 6. flokki drengja og stúlkna hér á Akureyri og er mótið haldið af bæði KA og Þór. Spilað verður bæði í KA-Heimilinu og Íþróttahöllinni og má reikna með gríðarlegu fjöri enda er mótið stórt um sig og mikið um leiki

Allan Norðberg til liðs við KA

Handknattleiksdeild KA hefur fengið liðsstyrk og er það Færeyski landsliðsmaðurinn Allan Norðberg. Allan er 24 ára hægri hornamaður sem hefur farið mikinn í Færeysku deildinni undanfarin ár en hann var einmitt markahæsti hægri hornamaður deildarinnar auk þess sem hann var valinn í lið ársins í deildinni

Heimir Örn Árnason í þjálfarateymið

Heimir Örn Árnason skrifaði í dag undir nýjan samning við handknattleiksdeild KA og mun þjálfa liðið ásamt núverandi þjálfara Stefáni Árnasyni. Heimir Örn lék með KA í vetur en hefur ekki tekið ákvörðun hvort hann muni leika með liðinu á komandi tímabili

KA í deild þeirra bestu eftir stórsigur

KA tryggði sér sæti í Olísdeild karla að ári eftir stórkostlegan 37-25 sigur á HK í þriðja leik liðanna í KA-Heimilinu í gærkvöldi. KA vann alla þrjá leiki liðanna og þar með einvígið 3-0 og tryggði þar með veru sína meðal þeirra bestu á ansi hreint sannfærandi hátt

Sigur í kvöld kemur KA í efstu deild

KA tekur á móti HK í kvöld í þriðja leik liðanna í baráttunni um sæti í efstu deild. KA hefur unnið fyrstu tvo leiki liðanna og tryggir sér því sæti í Olísdeildinni með sigri í kvöld. Þetta hafa verið hörkuleikir og ljóst að KA þarf á öllum þeim stuðning sem í boði er til að klára verkefnið

KA vann aftur og er í lykilstöðu

KA er komið í lykilstöðu í einvígi sínu gegn HK um laust sæti í Olís deild karla í handboltanum eftir 20-25 sigur í öðrum leik liðanna í Digranesi í kvöld. KA leiðir því einvígið 2-0 og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sæti í deild þeirra bestu að ári

KA-TV: HK - KA í beinni

HK og KA mætast í kvöld í Digranesi í öðrum leik liðanna í umspili um laust sæti í Olís deildinni að ári. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sæti í deild þeirra bestu og leiðir KA 1-0 eftir sigur í KA-Heimilinu á laugardaginn. Það má því með sanni segja að það sé mikið undir í leiknum í kvöld en HK getur jafnað metin en sigri KA er staða liðsins orðin ansi vænleg

Þorvaldur Þorvaldsson áfram með KA/Þór

Þorvaldur Þorvaldsson hefur gert nýjan samning við meistaraflokksráð KA/Þórs í handboltanum og verður því áfram aðstoðarþjálfari liðsins. Á dögunum var einnig gerður nýr samningur við Jónatan Magnússon og því ljóst að þjálfarateymið heldur áfram óbreytt

KA vann fyrsta leikinn og leiðir 1-0

KA vann fyrsta leikinn í viðureign sinni gegn HK um laust sæti í Olís deildinni þegar liðin mættust í KA-Heimilinu í dag. Leikurinn var jafn og spennandi en KA hafði frumkvæðið mestallan leikinn og vann á endanum 24-20 sigur og leiðir því einvígið 1-0. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í deild þeirra bestu

KA - HK í beinni á KA-TV

Einvígi KA og HK um laust sæti í Olís deildinni að ári hefst í dag klukkan 16:00 í KA-Heimilinu. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta og styðja liðið til sigurs enda ljóst að þetta verður gríðarlega erfitt og krefjandi verkefni. Fyrir ykkur sem ómögulega komist á leikinn þá verður KA-TV með leikinn í beinni og meira að segja einnig næstu tvo leiki liðanna