16.01.2021
Baráttan í Olísdeild kvenna fór aftur af stað í dag er KA/Þór sótti Hauka heim í 4. umferð deildarinnar. Aðeins einu stigi munaði á liðunum fyrir leik og miðað við undanfarna leiki liðanna mátti búast við hörkuleik enda ljóst að gríðarleg barátta verður um efstu fjögur sæti deildarinnar sem gefa sæti í úrslitakeppninni
16.01.2021
Það er svo sannarlega stórleikur framundan í Olísdeild kvenna í handboltanum í dag þegar KA/Þór sækir Hauka heim klukkan 16:00 á Ásvöllum. Síðustu leikir liðanna hafa verið spennuþrungnir og má heldur betur búast við áframhaldi á því í dag
15.01.2021
Heimsmeistaramótið í handbolta er í fullum gangi og um að gera að koma og prófa þessa skemmtilegu íþrótt. Ef þú hefur áhuga á að koma á æfingu og prófa handbolta hjá okkur í KA og KA/Þór þá skaltu ekki hika við að láta sjá þig, þú munt ekki sjá eftir því
08.01.2021
Þjálfarar yngri landsliða Íslands í handbolta gáfu í dag út æfingahópa fyrir komandi verkefni í sumar en um er að ræða U-21, U-19 og U-17 ára landslið karla og U-19 og U-17 ára landslið kvenna. Það má með sanni segja að okkar fulltrúar séu sýnilegir en alls voru 14 leikmenn valdir úr röðum KA og KA/Þórs
07.01.2021
Handboltaleikjaskólinn fer í gang aftur á sunnudaginn. Hann verður þó með breyttu sniði sökum COVID19. Stefnt er að því að hafa æfingu núna á sunnudaginn, 10. janúa í Íþróttahúsi Naustaskóla. Síðan er vonast eftir tilslökunum á samkomubanni þannig að foreldrar geti mætt með börnum sínum síðar í mánuðinum.