Fréttir

Flottur árangur á fyrsta móti vetrarins

Eftir um árshlé vegna Covid veirunnar fengu 5. og 6. flokkur í handboltanum loks að spreyta sig er fyrstu mót ársins fóru fram um helgina. Það var heldur betur eftirvænting og stemning hjá krökkunum okkar að fara suður að keppa og úr varð flott helgi

Frábær sigur KA/Þórs á Fram (myndir)

Það var stórleikur í Olísdeild kvenna í KA-Heimilinu í gær er KA/Þór tók á móti Fram. Liðin sem mættust tvívegis í úrslitaleik á síðasta ári eru í harðri toppbaráttu og mátti reikna með spennuþrungnum baráttuleik

Myndaveisla frá leik Vals og KA/Þórs

KA/Þór gerði gríðarlega vel í að sækja 23-23 jafntefli gegn Val að Hlíðarenda í Olísdeild kvenna á dögunum eftir að hafa elt sterkt lið Vals nær allan leikinn. Það er svo annar stórleikur framundan í dag þegar lið Fram mætir norður kl. 15:00

Stórleikur hjá stelpunum í dag

Það er stórleikur á dagskránni í KA-Heimilinu í dag er KA/Þór tekur á móti Fram í Olísdeild kvenna klukkan 15:00. Fram vann bikarúrslitaleik liðanna í fyrra en KA/Þór hefndi fyrir tapið í leik Meistara Meistaranna og má svo sannarlega búast við hörkuleik

Myndaveisla frá leik KA og Aftureldingar

KA tók á móti Aftureldingu í Olísdeild karla í gærkvöldi en þetta var fyrsti leikur liðanna frá byrjun október. Það fór ekki framhjá neinum að spilformið er ekki alveg á sínum stað og tók það liðin smá tíma að finna taktinn

KA fær Aftureldingu í heimsókn í kvöld

Þá er loksins komið að því að karlalið KA í handboltanum haldi áfram baráttunni í Olísdeildinni en í kvöld mætir lið Aftureldingar í KA-Heimilið. Þetta verður fyrsti leikur strákanna síðan 2. október en mikill spenningur er í hópnum og strákarnir eru klárir í slaginn

KA/Þór knúði fram stig gegn toppliðinu

KA/Þór sótti topplið Vals heim í Olísdeild kvenna í handboltanum í kvöld en fyrir leikinn munaði einungis einu stigi á liðunum. Það var því ansi mikið undir og margir sem höfðu beðið spenntir eftir baráttu liðanna

Toppslagur á Hlíðarenda í kvöld

Það er heldur betur stórleikur framundan í Olísdeild kvenna í handboltanum í kvöld þegar KA/Þór sækir Val heim að Hlíðarenda klukkan 18:30. Lið Vals er á toppi deildarinnar með 8 stig en KA/Þór hefur stigi minna og ljóst að gríðarlega mikilvæg stig eru í boði í leik kvöldsins

Myndaveisla frá stórsigri KA/Þórs á HK

KA/Þór fékk HK í heimsókn í Olísdeild kvenna í handbolta í gær. Aðeins munaði einu stigi á liðunum fyrir leikinn en þau börðust hart um sæti í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð og reiknuðu því flestir með hörkuleik

KA/Þór fær HK í heimsókn kl. 18:00

Baráttan heldur áfram í Olís deild kvenna í handboltanum í kvöld þegar KA/Þór fær HK í heimsókn. Athugið að engir áhorfendur eru leyfðir á leikjum þessa dagana en þess í stað verður leikurinn í beinni og því um að gera að fylgjast vel með gangi mála