01.03.2021
KA/Þór sótti Stjörnuna heim í Olísdeild kvenna þann 13. febrúar síðastliðinn og vann þar 26-27 sigur eftir mikinn baráttuleik. Að leik loknum kom í ljós að mistök höfðu orðið á ritaraborði leiksins með þeim hætti að marki hafði verið bætt við hjá KA/Þór
28.02.2021
KA sótti Fram heim í 12. umferð Olísdeildar karla í handboltanum í dag en KA liðið var fyrir leikinn ósigrað í sjö síðustu leikjum og hafði unnið sig upp í 3. sæti deildarinnar. Framarar voru hinsvegar aðeins fjórum stigum fyrir aftan í 9. sætinu og því mikið undir hjá báðum liðum
28.02.2021
Leikjaálagið heldur áfram í Olísdeild karla í handboltanum þegar KA sækir Fram heim í Safamýrina klukkan 15:00 í dag. KA liðið sem hefur verið á fljúgandi ferð að undanförnu og er ósigrað í síðustu sjö leikjum sínum situr í 3. sæti deildarinnar fyrir leiki dagsins
27.02.2021
KA/Þór fékk botnlið FH í heimsókn í Olísdeild kvenna í dag en fyrir leikinn voru stelpurnar á toppi deildarinnar ásamt Fram. Stelpurnar lentu í miklum vandræðum með FH í fyrri leik liðanna og hafði Andri Snær þjálfari liðsins undirbúið liðið vel fyrir átök dagsin
26.02.2021
KA tók á móti Haukum í KA-Heimilinu í gærkvöldi en leikurinn var frestaður leikur úr 5. umferð Olísdeildarinnar. Liðin höfðu leikið 10 leiki á meðan önnur lið deildarinnar höfðu leikið 11 og deildarkeppnin því hálfnuð eftir kvöldið
25.02.2021
KA tekur á móti Haukum í hörkuleik í Olísdeild karla í handboltanum klukkan 18:00 í kvöld en þetta verður fyrsti leikur strákanna þar sem áhorfendur verða leyfðir frá því í haust
22.02.2021
Þór og KA mættust öðru sinni á skömmum tíma í Höllinni í gær en KA hafði slegið nágranna sína útúr Coca-Cola bikarnum ellefu dögum áður. Nú var hinsvegar leikið í Olísdeildinni en auk montréttsins í bænum börðust liðin fyrir tveimur ansi mikilvægum stigum
22.02.2021
4. flokkur kvenna í handbolta spilaði loksins, eftir tæplega árs bið, leik á Íslandsmótinu í handbolta. 4. flokkurinn er nokkuð fjölmennur í ár og tefla þær því fram þremur liðum. Um helgina átti KA/Þór 2 leik gegn Fjölni/Fylki 1 og sama dag spilaði svo KA/Þór 3 gegn Fjölni/Fylki 2
21.02.2021
KA sótti nágranna sína í Þór heim í Olísdeild karla í dag en liðin mættust nýverið í bikarkeppninni þar sem KA fór með 23-26 sigur eftir ansi krefjandi og erfiðan leik. Leikjaálagið hefur verið svakalegt að undanförnu en leikurinn í dag var sá þriðji á sex dögum hjá strákunum og ljóst að erfitt verkefni biði þeirra í Höllinni
21.02.2021
Það er heldur betur skammt stórra högga á milli í handboltanum þessa dagana en KA sækir nágranna sína í Þór heim klukkan 16:00 í Höllinni í dag. Þetta er þriðji leikur liðsins á sex dögum auk þess sem aðeins ellefu dagar eru síðan KA og Þór mættust í Coca-Cola bikarnum