Fréttir

KA vann bæjarslaginn og áfram í bikarnum

Einn af leikjum ársins fór fram í kvöld er KA og Þór mættust í 32-liða úrslitum Coca-Cola bikars karla í handboltanum í Íþróttahöllinni. Þetta var fyrsta bikarviðureign liðanna frá árinu 1998 og má vægast sagt segja að bæjarbúar hafi beðið spenntir eftir leiknum

Ásdís og Rut í æfingahópi A-landsliðsins

Arnar Pétursson þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta valdi í dag 19 leikmenn í æfingahóp sem mun æfa á höfuðborgarsvæðinu 17.-21. febrúar næstkomandi. KA/Þór á tvo fulltrúa í hópnum en það eru þær Ásdís Guðmundsdóttir og Rut Arnfjörð Jónsdóttir

Myndir frá bikarsigri KA á Þór 1998

KA og Þór mætast í 32-liða úrslitum Coca-Cola bikars karla klukkan 19:30 í Höllinni í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á RÚV 2. Í gær rifjuðum við upp ógleymanlega viðureign liðanna í bikarkeppninni árið 1998 sem er einmitt síðasti bikarslagur liðanna fyrir leik kvöldsins

4. flokkur vann stórsigur í nágrannaslagnum

KA og Þór mættust í 4. flokki karla yngri í handbolta í kvöld en leikið var í Síðuskóla. Tímabilið er nýlega komið aftur af stað hjá strákunum eftir Covid pásu og var deildarkeppninni endurraðað til að passa upp á að hægt yrði að klára allar deildir

Fyrsti bikarslagur KA og Þórs frá árinu 1998

Einn af leikjum ársins fer fram í Íþróttahöllinni á morgun, miðvikudag, er Þór og KA mætast í bikarkeppni karla í handboltanum. Liðin hafa ekki mæst í bikarkeppninni frá árinu 1998 og má með sanni segja að mikil eftirvænting sé fyrir leiknum

KA liðið slátraði ÍR-ingum (myndaveisla)

KA tók á móti ÍR í Olísdeild karla í KA-Heimilinu í gær en fyrir leikinn var KA með 5 stig í hörkubaráttu um miðja deild en ÍR-ingar á botninum án stiga. ÍR hafði þó átt frábæran leik gegn Stjörnunni í síðustu umferð og mátti því reikna með krefjandi viðureign

ÁK Smíði styrkir KA og KA/Þór

ÁK Smíði hefur gert tveggja ára styrktarsamning við handknattleikslið KA og KA/Þórs. ÁK Smíði kemur þar með inn í góðan hóp öflugra bakhjarla handboltans en bæði KA og KA/Þór hafa fest sig í sessi sem lið í efstu deild og situr KA/Þór nú í efsta sæti Olísdeildar kvenna

KA - ÍR kl. 16:00 beint á KA-TV!

KA tekur á móti ÍR í 8. umferð Olísdeildar karla í KA-Heimilinu í dag klukkan 16:00 en fyrir leikinn er KA með 5 stig eftir sex leiki en ÍR er á botni deildarinnar án stiga en hefur rétt eins og KA spilað einum leik minna en flest liðin í deildinni

Myndaveisla er KA/Þór fór á toppinn!

KA/Þór fékk ÍBV í heimsókn í Olísdeild kvenna í handbolta í gær en leikurinn var sá fyrsti í seinni umferðinni. Fyrir leik voru stelpurnar okkar jafnar Val og Fram á toppi deildarinnar með 10 stig en ÍBV var með 7 stig og gat því blandað sér hressilega inn í toppbaráttuna með sigri

KA/Þór - ÍBV í beinni á KA-TV í dag

KA/Þór tekur á móti ÍBV í Olísdeild kvenna í handbolta í KA-Heimilinu klukkan 14:00 í dag. Nú þegar deildin er hálfnuð eru stelpurnar okkar á toppi deildarinnar ásamt Val og Fram með 10 stig en lið ÍBV kemur þar rétt á eftir með 7 stig