31.05.2021
Eftir langa bið er loksins komið að því að KA taki aftur þátt í úrslitakeppninni í handbolta karla. Strákarnir hefja leik á morgun, þriðjudag, gegn Val í 8-liða úrslitum. Leikið er heima og heiman og það lið sem hefur betur í leikjunum samanlagt fer áfram í undanúrslitin
30.05.2021
KA/Þór tók á móti ÍBV í hreinum úrslitaleik um sæti í lokaúrslitum Íslandsmótsins í handbolta kvenna í KA-Heimilinu í gær. Liðin höfðu unnið sitthvorn leikinn og því ljóst að það lið sem færi með sigur af hólmi myndi fara í lokaúrslitin og mæta þar Val
28.05.2021
Jón Heiðar Sigurðsson, Allan Norðberg, Patrekur Stefánsson og Jóhann Geir Sævarsson framlengdu allir samning sinn við Handknattleiksdeild KA í dag. Þetta eru frábærar fréttir enda leika þeir allir stórt hlutverk í okkar öfluga liði sem hefur leik í úrslitakeppninni á þriðjudaginn er Valsmenn mæta norður
28.05.2021
Á morgun, laugardag, fer fram hreinn úrslitaleikur um sæti í lokaúrslitum Íslandsmótsins í handbolta. KA/Þór fær ÍBV í heimsókn klukkan 15:00 og það er alveg ljóst að þetta verður hörkuleikur enda tvö frábær lið að mætast
28.05.2021
KA og Þór mættust í lokaumferð Olísdeildar karla í handboltanum í KA-Heimilinu í gær. Það má með sanni segja að taugarnar hafi verið þandar en liðunum tókst ekki að skora mark fyrr en eftir tíu mínútna leik og að lokum þurftu þau að sætta sig við jafnan hlut með 19-19 jafntefli
26.05.2021
Kæru KA-menn, það er komið að því! KA tekur á móti Þór í síðustu umferð Olísdeildar karla á morgun, fimmtudag, klukkan 19:30. Strákarnir eru komnir í úrslitakeppnina en þurfa á sigri að halda til að koma sér í betri stöðu fyrir þá veislu!
26.05.2021
KA/Þór sækir ÍBV heim í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta kvenna. Eyjakonur unnu 26-27 sigur í leik liðanna í KA-Heimilinu og því þurfa stelpurnar okkar að sigra í kvöld til að tryggja oddaleik í einvíginu
24.05.2021
Pætur Mikkjalsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild KA og mun ganga til liðs við KA á næsta tímabili. Pætur sem er 24 ára gamall Færeyskur landsliðsmaður er öflugur línumaður og kemur til liðs við KA frá H71 í Færeyjum
24.05.2021
KA/Þór og ÍBV mættust í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppninnar í KA-Heimilinu í gær. Úr varð mikill spennuleikur og var stemningin í KA-Heimilinu eftir því. Eftir hörkuleik voru það gestirnir sem lönduðu 26-27 sigri og leiða því einvígið 1-0 fyrir leik liðanna í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn
22.05.2021
Einar Birgir Stefánsson hefur framlengt samning sinn við Handknattleiksdeild KA um tvö ár. Einar sem er 24 ára línumaður hefur verið í lykilhlutverki í meistaraflokksliði KA undanfarin ár og er það afar jákvætt að halda honum áfram innan okkar raða