Fréttir

KA/Þór fékk meistarana frá Kósóvó

Dregið var í fyrstu umferðir Evrópubikarkeppni kvenna í dag en Íslandsmeistarar KA/Þórs taka þátt í fyrsta skiptið í Evrópukeppni eftir frábæran árangur á síðustu leiktíð. Raunar ætlaði liðið að taka þátt í Evrópukeppni á síðustu leiktíð en ekkert varð af því vegna Covid veirunnar

Strandhandboltamótinu aflýst

Handknattleiksdeild KA í samvinnu við Icelandic Summer Games verður með strandhandboltamót í Kjarnaskógi um verslunarmannahelgina. Mótið hefur slegið í gegn undanfarin ár og stefnum við á að gera enn betur í ár

Rakel Sara í liði mótsins, Ísland í 5. sæti

KA/Þór átti alls fjóra fulltrúa í U19 ára landsliði Íslands í handbolta sem keppti í B-deild Evrópumótsins í Norður Makedóníu sem lauk í dag. Þetta eru þær Anna Marý Jónsdóttir, Júlía Sóley Björnsdóttir, Ólöf Maren Bjarnadóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir

Ásdís Guðmunds framlengir um tvö ár

Ásdís Guðmundsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og leikur því áfram með Íslandsmeisturunum. Ásdís sem er 23 ára gömul er uppalin hjá KA/Þór og tók ung skrefið upp í meistaraflokk

Arnór Ísak fer á EM í Króatíu með U19

Arnór Ísak Haddsson hefur verið valinn í lokahóp U19 ára landsliðs Íslands í handbolta sem keppir á Evrópumeistaramótinu í Króatíu í sumar. Mótið hefst þann 12. ágúst næstkomandi en Ísland er með sterkt lið í árgangnum og ætlar sér stóra hluti á mótinu