29.09.2022
Það er stórveldaslagur að Hlíðarenda klukkan 18:00 í dag þegar KA sækir Valsmenn heim í Olísdeild karla. Liðin mættust í úrslitaleik bikarkeppninnar á síðustu leiktíð sem og í upphafsleik vetrarins er þau börðust um titilinn Meistari Meistaranna
26.09.2022
KA/Þór tók á móti Haukum í fyrsta heimaleik vetrarins á sunnudaginn en liðunum er spáð svipuðu gengi í vetur og úr varð hörkuleikur þar sem stelpurnar okkar náðu að knýja fram sigur á lokasekúndum leiksins
25.09.2022
Hrafnhildur Irma Jónsdóttir og Hildur Marín Andrésdóttir gengu á dögunum í raðir KA/Þórs og munu án nokkurs vafa styrkja liðið fyrir baráttuna í vetur. Þá framlengdu þær Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir og Katrín Vilhjálmsdóttir sína samninga við félagið
23.09.2022
KA/Þór tekur á móti Haukum á sunnudaginn í fyrsta heimaleik vetrarins í Olísdeild kvenna. Martha Hermannsdóttir hefur nú lagt skóna á hilluna og munum við að sjálfsögðu hylla hana fyrir leikinn en hann hefst klukkan 16:00 og því eina vitið að mæta snemma
22.09.2022
Agnes Vala Tryggvadóttir, Telma Ósk Þórhallsdóttir, Lydía Gunnþórsdóttir og Aþena Sif Einvarðsdóttir skrifuðu allar undir samning við KA/Þór á dögunum en allar eru þær þrælefnilegar og að koma uppúr yngriflokkastarfi félagsins
21.09.2022
Handboltaleikjaskóli KA hefst á sunnudaginn, 25. september, eftir gott sumarfrí en skólinn hefur slegið í gegn undanfarin ár. Viðtökurnar hafa verið frábærar og hefur heldur betur verið gaman að fylgjast með krökkunum kynnast handbolta á skemmtilegan hátt
21.09.2022
Handboltinn er farinn að rúlla og var heldur betur líf og fjör í KA-Heimilinu á dögunum er KA tók á móti ÍBV í fyrsta heimaleik vetrarins. Eftir æsispennandi leik þurftu liðin að sættast á jafnan hlut eftir 35-35 jafntefli
16.09.2022
Það er loksins komið að fyrsta heimaleiknum í handboltanum þegar KA tekur á móti ÍBV í KA-Heimilinu á morgun, laugardag, klukkan 16:30. Við teflum fram ungu og spennandi liði í vetur sem er uppfullt af uppöldum KA strákum og verður afar gaman að fylgjast með framgöngu þeirra í vetur
14.09.2022
Handboltaveislan er framundan gott fólk en fyrsti heimaleikur KA í vetur er á laugardaginn þegar ÍBV kemur í heimsókn. Stelpurnar í KA/Þór taka svo á móti Haukum þann 25. september og því eina vitið að koma sér í gírinn fyrir veisluna í vetur
09.09.2022
Rut Arnfjörð Jónsdóttir og Arna Valgerður Erlingsdóttir koma inn í þjálfarateymi KA/Þórs og verða aðstoðarþjálfarar Andra Snæs Stefánssonar í vetur. KA/Þór er að fara inn í sitt þriðja tímabil undir stjórn Andra og afar spennandi að fá þær Rut og Örnu inn í þjálfarateymið