Fréttir

KA/Þór semur við þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna

Mikill hugur er í fólki á Akureyri fyrir komandi vetri, bæði í karla og kvennahandboltanum og var kvennahandboltinn að tryggja sér einn efnilegasta þjálfara landsins og honum til aðstoðar verður reynsluboltinn Martha Hermannsdóttir í vetur.

4. flokkur karla, handboltaæfingar eru hafnar

Handboltaæfingar eru byrjaðar hjá strákunum í 4. flokki en það eru strákar í 9. og 10. bekk. Þjálfari er enginn annar en Jóhannes Bjarnason. Í vetur verður teflt fram liðum í báðum árgöngum.

Handboltinn byrjaður að rúlla

Nú er handboltinn að fara af stað aftur, verið er að leggja síðustu hönd á ráðningar þjálfara og byrjað að vinna á fullu í gerð æfingartöflu. Foreldrar geta fylgst með hér á heimasíðunni gangi mála og séð inná sínum flokkum þjálfara flokkanna og upplýsingar um þá ef þið viljið hafa samband við þá. 3. og 4. flokkur er að byrja þessa dagana á æfingum og yngri krakkarnir byrja flestir um næstu mánaðarmót.

Birta Fönn Sveinsdóttir að keppa með U-18 ára landsliðinu kvenna í handbolta.

Birta Fönn Sveinsdóttir handboltakona úr KA/Þór er þessa dagana í Gautaborg í Svíþjóð að keppa með U-18 ára landsliði Íslands á opna EM mótinu. Fyrsti leikur liðsins var í dag og unnu þær öruggan sigur á Austurríki og skoraði Birta 2 mörk. Nánar er hægt að fylgjast með mótinu á vef HSÍ.

4. flokkar KA á Partille Cup

Nú verður þessi fríði hópur á Partille Cup í Svíþjóð þessa vikuna. Allir vel stemmdir þegar þeir lögðu af stað og frábærir þjálfara og farastjórar sem fylgdu með. Nánar er hægt að fylgjast með á heimasíðunni partillecup.com og Facebook síðu Partille Cup.

Stúlkur frá KA/Þór á landsliðsæfingum

Þær Aldís Ásta Heimisdóttir, Arnrún Eik Guðmundsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Lísbet Perla Gestsdóttir, Sunna Guðrún Pétursdóttir, Una Kara Vídalín, Þóra Stefánsdóttir og Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir eru nú staddar í Reykjavík á landsliðsæfingum með u-16 ára liði kvenna.

Myndir frá lokahóf yngriflokkanna í handboltanum

Það var mikið fjör í KA heimilinu á lokahófi yngriflokkanna. Myndirnar tala sínu máli.

Lokahóf yngriflokkanna í handbolta

Lokahóf yngriflokkanna verður í KA heimlinu fimmtudaginn 22. maí kl. 18.30-20.30. Þar verður farið í leiki, verðlaun veitt fyrir árangur vetrarins og pizzuveilsa frá Greifanum. Allir iðkendur að mæta með fjölskylduna með sér.

Myndir af Íslandsmeisturum KA/Þór í 3. flokki kvenna

Fyrir nokkru greindum við frá því að KA/Þór varð B-Íslandsmeistari í 3. flokki kvenna árið 2014. Nú hafa okkur borist myndir frá úrslitakeppninni sem fara hér á eftir:

5. flokkur eldra ár í 2. sæti Íslandsmótsins

Það er ljóst að það er mikill og góður efniviður sem félagið á í þessum strákum sem örugglega koma enn sterkari til leiks næsta haust til átaka við ný verkefni.