20.03.2014
Handknattleikssamband Íslands býður hér með öllum kvenniðkendum í yngri flokkum ( 3. flokkur kvenna og niður) hjá aðildarfélögum sínum á landsleik Íslands og Frakklands sem fram fer í Laugardalshöllinni miðvikudaginn 26. mars n.k. kl 19.30.
Þetta er leikur í riðlakeppni fyrir Evrópumótið sem fram fer í Ungverjalandi og Króatíu í desember n.k.
Ísland er í baráttu um að komast á Evrópumótið og er því allur stuðningur vel þeginn.
Vinsamlega mætið í bláu því íslenska liðið kemur til með að spila í bláum búningum.
ÁFRAM ÍSLAND
HANDKNATTLEIKSSAMBAND ÍSLANDS
18.03.2014
Aðalfundur handknattleiksdeildar KA fer fram miðvikudaginn 26. mars næstkomandi. Fundurinn hefst klukkan 18.00 í KA-heimilinu.
18.03.2014
Síðastliðinn föstudag mætti ÍBV í heimsókn til Akureyrar til að etja kappi við KA/Þór í 3. flokki kvenna. Liðin höfðu mæst fyrr í vetur en þá fór ÍBV með sigurorð í hörkuleik 30-27. ÍBV situr í 3. sæti deildarinnar á meðan KA/Þór situr í 7. sæti og berst fyrir því að komast í úrslitakeppnina en efstu 6 sætin í deildinni gefa sæti í úrslitakeppninni.
14.03.2014
Fimm ungmenni frá KA og KA/Þór hafa verið valin í úrtakshópa fyrir landslið í handboltanum.
13.03.2014
Akureyri heldur suður í dag og mætir Fram í Safamýrinni. Fjórum stigum munar á liðunum og getur Akureyri því blandað sér allverulega í slaginn um sæti í úrslitakeppninni með sigri
10.03.2014
Stelpurnar á yngra ári 4. flokks kvenna spiluðu sinn hvoran leikinn gegn Fram og Fram 2 í gær. KA/Þór 2 spilaði fyrst gegn Fram2 og fóru vægast sagt á kostum. Mikil mannekla var í liðinu þar sem vetrarfríið stóð sem hæst þannig að einungis þrjár úr 99 árgangnum spiluðu leikinn. Auk þess var Heiðbjört markvörður sem staðið hefur vaktina vel á milli stangana í Reykjavík þannig að Sædís Marínósdóttir tók á sig að fara í markið.
10.03.2014
Um helgina kom Fylkir í heimsókn til að spila við KA/Þór í 3. flokki kvenna. Liðin höfðu mæst einu sinni í vetur þar sem Fylkir bar sigurorð af KA/Þór 31-17. Fylkir situr í 2. sæti deildarinnar en KA/Þór í því 7. svo það var búist við erfiðum leik fyrir norðanstúlkur.
27.02.2014
Stelpurnar á eldra ári 4. flokks kvenna hjá KA/Þór fengu HK í heimsókn á miðvikudaginn í undanúrslitum Coca Cola bikarkeppninnar. Þórir Tryggvason var á staðnum og tók myndir á leiknum.
23.02.2014
Stelpurnar á yngra ári í 4. flokki kvenna hjá KA/Þór mættu ÍR í undanúrslitum í KA heimilinu á sunnudeginum. Fyrri hálfleikurinn var ágætlega spilaður á köflum hjá stelpunum en óákveðni í sókninni og einbeitingaleysi í vörninni voru þó áberandi heilt yfir. Þrátt fyrir að vera ekki að spila sinn besta leik í fyrri hálfleik fóru stelpurnar inn með 12-9 forystu. Í seinni hálfleik var ljóst frá fyrstu mínútu að þær ætluðu sér í Höllina. Vörnin lokaðist, Arnrún hrökk í gang í markinu og sóknarleikurinn varð miklu beittari. Forskotið óx jafnt og þétt og í raun bara spurning um hversu stór sigurinn yrði. Það fór svo að stelpurnar lönduðu glæsilegum 26-16 sigri fyrir framan dygga áhorfendur á pöllunum.
19.02.2014
Nú á morgun, fimmtudag, spilar yngra árið hjá 4. flokk kvenna undanúrslitaleik við stolt Breiðholtsins, ÍR í KA heimilinu.
Það þarf ekkert að fara í einhverjar málalengingar hvað er undir í þessum leik, ferð í Höllina í sjálfan bikarúrslitaleikinn.
ÍR stelpurnar munu eflaust selja sig dýrt en stuðningur foreldra og Akureyringa almennt getur skipt höfuð máli.
Formaður unglingaráðs, Jón Árelíus mun persónulega gefa þeim áhorfanda sem styður hvað best, eitt stykki high five og prins póló í leikslok.
Fjölmennum á pallana á morgun klukkan 18:00 í KA heimilinu og búum til alvöru bikarstemmingu!