Fréttir

3. flokkur kvenna: Tap gegn ÍR

KA/Þór mætti með vængbrotið lið til leiks en veikindi og skíðaferðir í Austurríki settu strik í reikninginn og hópurinn því þunnskipaðri en áður.

Yngra ár 4. kvk komið í undanúrslit bikars!

Stelpurnar á yngra ári KA/Þórs mættu HK í KA heimilinu í dag, sunnudag. HK stelpur byrjuðu leikinn af krafti og komust í 0-3 áður en heimastúlkur ákváðu að byrja þennan leik. Leikurinn var í járnum framan af en HK stelpur alltaf skrefi á undan. Þegar líða fór á fyrri hálfleikinn fóru heimastúlkur að finna taktinn og náðu tökum á leiknum smám saman. Hagur HK stúlkna versnaði þegar leikmaður HK gerði sig seka um ljótt brot í hraðaupphlaupi og fékk verðskuldað rautt spjald fyrir.

Mikilvægur leikur hjá KA/Þór á sunnudaginn

KA/Þór tekur á móti Selfyssingum klukkan 13:30 á morgun, sunnudag í KA heimilinu. Liðin eru í 10. og 11. sæti Olís-deildarinnar

7 strákar frá KA úr árgangi 2000 á úrtaksæfingum hjá HSÍ

Nú um helgina er HSÍ með úrtaksæfingar fyrir stráka sem fæddir eru árið 2000 og á KA sjö stráka í hópnum. Þetta eru magnaðir íþróttamenn og frábær hópur sem vert er að fylgjast með í framtíðinni en þjálfari þeirra, Jóhannes Bjarnason telur þetta vera einn efnilegasta hóp sem hann hefur séð í mörg ár.

Háspennuleikur á Nesinu í 8 liða úrslitum bikars hjá 4. flokki kvenna

Það var hart barist frá fyrstu mínútu og ljóst að varnir bekkja liða væru tilbúnar í leikinn enda staðan 0-1 fyrir norðanstúlkur eftir 8 mín. KA/Þór var að búa sér til úrvals færi en markvörður Gróttu fór vægast sagt hamförum í leiknum og hélt sínum stúlkum á floti lengi vel. Leikurinn var allt til enda í járnum og munurinn aldrei meiri en eitt til tvö mörk.

Frítt að æfa handbolta í Janúar fyrir alla

Í tilefni þess að EM í handbolta er komið á fullt verður frítt fyrir alla krakka að mæta á handboltaæfingar í janúar, nú er bara um að gera að koma og prófa og fylgjast svo vel með strákunum okkar á EM í Danmörku.

Tap hjá KA/Þór gegn HK

KA/Þór tók á móti HK í Olísdeild kvenna í handbolta í KA-heimilinu í gærkveldi. Eftir góðan fyrri hálfleik gáfu heimastúlkur mikið eftir og töpuðu leiknum að lokum með fimm marka mun.

Gleðilegt ár og þökk fyrir árið sem er að líða

Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári

Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum stuðningin og samstarfið. Unglingaráð handknattleiksdeildar KA.

Fyrsta árlega opna jólaæfing 4. flokks kvenna fór vel fram.