Fréttir

Sannfærandi sigur Stjörnunnar á KA/Þór

Stjörnuhraðlestin hélt áfram sigurgöngu sinni þegar þær mættu norður yfir heiðar í dag og unnu stórsigur 16-33 á KA/Þór.

Stórmerkileg helgi hjá 4. flokki kvenna

Yngra ár 4. flokks kvenna styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar nú um helgina með góðum sigrum gegn Haukum og ÍBV í Reykjavík. Haukaliðið spilar hraðan og skemmtilegan bolta og því erfiðar heim að sækja en norðanstúlkur náðu þó fljótt undirtökunum og héldu þeim allt til enda. ÍBV er síðan höfuð andstæðingurinn í deildinni enda bæði lið taplaus fyrir þessa viðureign og eina stigið sem hvort liðið hafði tapað var í jafnteflisleik þessara tveggja liða í haust. Leikurinn var í járnum frá upphafi og frá 10 mínútu voru ÍBV skrefi á undan. KA/Þór stelpurnar voru stressaðar og spiluðu illa í sókninni en vörn og markvarsla hélt þeim inn í leiknum. Á síðustu mínútunum náðu KA/Þór stelpur loksins yfirhöndinni. Arnrún Guðmundsdóttir varði víti frá aðal skyttu ÍBV og KA/Þór fór upp í sókn sem endaði með að varnarbuffið Helena Arnbjörg fór inn úr öfugu horni og gróf boltann í fjærhornið og kom KA/Þór í 17-16 og rétt tæpar tvær mínútur eftir. Fleiri urðu mörkin ekki í leiknum, vörn KA/Þórs stóðst öll áhlaup sem ÍBV gerði enda náðu eyjastúlkur ekki skoti á markið síðustu tvær mínúturnar. Það gerðu norðan stúlkur hins vegar, tvö skot í slánna og niður en inn vildi boltinn ekki. Eflaust til að stytta ævi þjálfaranna um einhver ár sökum hjartaskemmda.

Flottur sigur hjá 3. flokki KA/Þór

Í dag mættust KA/Þór og FH í 3. flokki kvenna en leikið var í KA-heimilinu. Stelpurnar í KA/Þór mættu vel stemmdar í leikinn þar sem þær ætla sér í úrslitakeppnina og þurfa því að næla sér í sem flest stig í þeim leikjum sem eftir eru.

Æsilegt jafntefli hjá KA/Þór og FH

Á laugardaginn mættust KA/Þór og FH í Olís-deild kvenna. Leikurinn byrjaði rólega og var mikið jafnræði með liðunum fyrstu mínúturnar. FH var þó skrefi á undan, komust tveimur mörkum yfir en stelpurnar í KA/Þór létu það þó ekki á sig fá og náðu að jafna leikinn og þannig stóðu leikar í hálfleik, 11-11.

Hagkaup styrkir unglingarráð handknattleiksdeildar áfram.

Í dag undirritaði Hagkaup áframhaldandi styrktarsamning við unglingaráð handknattleiksdeildar KA.

Fjórði flokkur KA/Þór með góðan árangur

Um síðustu helgi spiluðu öll þrjú liðin við lið ÍR. Sigur var staðreynd í öllum þremur leikunum og sérstaklega ánægjulegt að þar var lið KA/Þór2 á yngra ári að vinna sinn annan leik í vetur.

Glæsilegur árangur hjá strákunum í 5. flokki

Frábær helgi hjá strákunum sem koma heim með sigur í bæði 1. og 3. deild.

Akureyri: Heimaleikur gegn Val á fimmtudaginn

Leikurinn hefst klukkan 19:00 á fimmtudaginn og ekki þarf að efast um að leikmenn leggja allt í sölurnar enda í boði dýrmæt stig. Þar að auki hafa leikir liðanna ávallt verið æsispennandi og því sannkölluð veisla fyrir áhorfendur framundan í Höllinni.

Gróttukonur heppnar að ná jafntefli gegn KA/Þór

KA/Þór tók á móti Gróttu í Olís-deild kvenna á laugardaginn. Fyrri viðureign liðanna var æsispennandi en þar bar Grótta sigur úr býtum 25-21. Nú voru norðanstúlkur staðráðnar í að gera betur

3. flokkur kvenna: Tap gegn ÍR

KA/Þór mætti með vængbrotið lið til leiks en veikindi og skíðaferðir í Austurríki settu strik í reikninginn og hópurinn því þunnskipaðri en áður.