Fréttir

Frábær sigur KA á Fram (myndaveisla)

KA tók á móti Fram í Olísdeild karla í gær í KA-Heimilinu. Það var þó nokkur spenna fyrir leiknum enda var KA-liðið staðráðið í að koma sér aftur á beinu brautina og þá hafa leikir KA og Fram undanfarin ár verið jafnir og spennandi

Gríðarlega mikilvægur leikur í kvöld

Það eru svo sannarlega gríðarlega mikilvæg stig í húfi í kvöld þegar KA tekur á móti Fram í Olísdeild karla í handbolta klukkan 18:00 í KA-Heimilinu í dag. KA liðið vann fyrstu tvo leiki sína í vetur en hefur nú tapað fjórum í röð og eru strákarnir einbeittir í að koma sér aftur á beinu brautina

Óðinn Þór í æfingahóp A-landsliðsins

Óðinn Þór Ríkharðsson var í dag valinn í 21 manna æfingahóp A-landsliðs Íslands í handbolta. Landsliðið mun æfa saman dagana 1.-6. nóvember næstkomandi og marka æfingarnar upphafið að undirbúningi liðsins fyrir EM 2022 sem fer fram í Ungverjalandi og Slóvakíu

KA/Þór fékk spænsku bikarmeistarana

Dregið var í 32-liða úrslit Evrópubikars kvenna í handbolta í dag en KA/Þór sló út Kósóvómeistarana í KHF Istogu í 64-liða úrslitunum samtals 63-56 og var því í pottinum þegar dregið var í höfuðstöðvum Evrópska Handknattleikssambandsins í Austurríki í dag

Stórleikur KA og Vals á sunnudag

KA tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í Olísdeild karla í handboltanum á sunnudag klukkan 18:00. Strákarnir eru heldur betur klárir í slaginn og ætla sér stigin tvö með ykkar stuðning

Skarphéðinn valinn í U18 ára landsliðið

Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri heldur til Parísar þann 3. nóvember næstkomandi og tekur þar þátt í Pierre Tiby mótinu. Auk Íslands leika þar lið Frakka, Króata og Ungverja og ljóst að ansi spennandi verkefni er framundan hjá liðinu

Haraldur Bolli til Danmerkur með U20

Haraldur Bolli Heimisson er í U20 ára landsliði Íslands sem fer til Danmerkur dagana 4.-7. nóvember næstkomandi. Þar mun liði leika tvo æfingaleiki gegn Dönum en leikið verður í Ishøj. Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson eru þjálfarar liðsins en Róbert kom inn í teymið í síðustu viku

10 fulltrúar KA í U15 og U16 landsliðunum

KA á alls 10 fulltrúa í landsliðshópum U15 og U16 ára landsliða Íslands í handbolta sem munu koma saman til æfinga helgina 5.-7. nóvember næstkomandi. Það segir ansi mikið um það frábæra starf sem er unnið hjá félaginu að eiga jafn marga fulltrúa í hópunum tveimur

Stelpurnar tryggðu sér sæti í næstu umferð

Lið KA/Þórs heldur áfram að skrifa söguna upp á nýtt en liðið tryggði sér sæti í næstu umferð Evrópubikarsins er liðið vann afar sannfærandi 37-34 sigur á Kósóvómeisturum KHF Istogu í síðari leik liðanna. Stelpurnar unnu fyrri leikinn 22-26 og vinna því einvígið samtals 63-56

Síðari leikur KA/Þórs kl. 16:00 í dag

KA/Þór mætir Kósóvómeisturunum í KHF Istogu öðru sinni eftir að hafa unnið frábæran 22-26 sigur í leik liðanna í gær. Leikurinn í gær var skráður sem heimaleikur Istogu og er því leikur dagsins skráður sem okkar heimaleikur. Ef Istogu vinnur í dag með fjórum mörkum gilda mörk á útivelli