Fréttir

Fullt hús hjá KA/Þór (myndaveislur)

KA/Þór tók á móti Stjörnunni í Olísdeild kvenna um helgina í KA-Heimilinu en liðin hafa barist grimmilega undanfarin ár og ætla sér bæði stóra hluti í vetur. Það mátti því búast við krefjandi leik en stelpurnar okkar sýndu frábæra spilamennsku og tryggðu sér stigin tvö

KA/Þór - Stjarnan kl. 16:30 í dag

Baráttan heldur áfram í Olísdeild kvenna í dag er Íslandsmeistarar KA/Þórs taka á móti Stjörnunni í KA-Heimilinu klukkan 16:30. Stelpurnar unnu góðan sigur á ÍBV á dögunum og þá slógu þær út Stjörnuna í Bikarkeppninni í fyrsta leik tímabilsins

Sannfærandi sigur KA (myndaveislur)

KA lék sinn fyrsta heimaleik í Olísdeild karla í gær er nýliðar Víkings mættu norður. KA sem hafði byrjað tímabilið á góðum útisigri á HK var staðráðið í að sækja annan sigur og það má segja að sigur strákanna hafi í raun aldrei verið í hættu í gær

Fyrsti heimaleikur strákanna er í kvöld

KA leikur sinn fyrsta heimaleik í Olísdeild karla þegar Víkingur mætir í KA-Heimilið klukkan 19:30 í kvöld. Strákarnir unnu góðan sigur í fyrsta leik vetrarins á dögunum og ætla klárlega að fylgja því eftir með ykkar stuðning í kvöld

KA/Þór með bingó á sunnudag

KA/Þór verður með stórskemmtilegt bingó á sunnudaginn klukkan 14:00 í Naustaskóla. Glæsilegir vinningar verða í boði og þá er vöfflukaffi á svæðinu. Allur ágóði fer í fyrsta evrópuverkefni stelpnanna og ljóst að þú vilt ekki missa af þessu fjöri sem hentar öllum aldri

Skarphéðinn skrifaði undir fyrsta samninginn

Skarphéðinn Ívar Einarsson skrifaði á dögunum undir sinn fyrsta samning við Handknattleiksdeild KA og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir KA þegar liðið vann góðan útisigur á HK í fyrstu umferð Olísdeildar karla

Frábær baráttusigur á ÍBV (myndaveisla)

KA/Þór tók á móti ÍBV í fyrstu umferð Olísdeildar kvenna í KA-Heimilinu í gær en liðin börðust í svakalegu einvígi í undanúrslitum úrslitakeppninnar á síðustu leiktíð. KA/Þór fór þar með sigur af hólmi eftir framlengdan oddaleik og ljóst að um hörkuleik yrði að ræða

Kynningarkvöld KA og KA/Þórs

Handboltinn er farinn að rúlla af stað og er heldur betur spennandi vetur framundan hjá bæði KA og KA/Þór. Liðin verða með sameiginlegt kynningarkvöld þriðjudaginn 21. september klukkan 20:30 á Centrum Kitchen&Bar í Göngugötunni.

Stórleikur í fyrstu umferð! KA/Þór - ÍBV

Handboltaveislan er að hefjast! Íslandsmeistarar KA/Þórs taka á móti ÍBV klukkan 14:00 á laugardaginn í fyrstu umferð Olísdeildar kvenna. Stelpurnar tryggðu sér sæti í bikarúrslitahelginni á dögunum með frábærri frammistöðu gegn Stjörnunni en nú er komið að deildinni

KA vann sannfærandi sigur í Kórnum

KA sótti nýliða HK heim í fyrstu umferð Olísdeildar karla í handboltanum í gær. KA liðið er nokkuð breytt frá síðustu leiktíð en ætlar sér á sama tíma stóra hluti á tímabilinu og var því töluverð eftirvænting fyrir leiknum