Fréttir

Áhorfendur leyfðir á stórleik KA/Þórs og Vals

KA/Þór tekur á móti Val í stórleik í Olísdeild kvenna klukkan 16:30 á morgun, laugardag, og við getum loksins aftur tekið við áhorfendum í stúkuna. Alls getum við tekið við 500 áhorfendum og ljóst að við þurfum á ykkar stuðning að halda

Leggðu strákunum okkar lið í baráttunni!

Nú um mánaðarmótin mun birtast í heimabankanum hjá öllum Akureyringum valgreiðslukrafa frá handknattleiksdeild KA til styrktar reksturs meistaraflokks KA. Gríðarlega mikið og gott starf hefur verið unnið í kringum lið KA undanfarin ár þar sem markvisst hefur verið unnið að því að koma karlaliði KA aftur í fremstu röð eftir að liðið var endurvakið árið 2017

Frábær liðssigur í Mosfellsbænum

KA/Þór gerði góða ferð í Mosfellsbæinn í gær er stelpurnar unnu sannfærandi 24-34 sigur á liði Aftureldingar. Ekki nóg með að sækja mikilvæg tvö stig og að sigurinn hafi aldrei verið í hættu að þá var ákaflega gaman að fylgjast með liðsheildinni sem skilaði sínu

Stórleikur hjá KA/Þór á morgun!

Það er heldur betur stórslagur framundan í KA-Heimilinu þegar KA/Þór tekur á móti Fram í gríðarlega mikilvægum leik í Olísdeild kvenna klukkan 16:00 á laugardaginn. Stelpurnar eru staðráðnar í að sækja tvö dýrmæt stig en þurfa á þínum stuðning að halda

KA/Þór og Rut tilnefnd í kjöri SÍ

Samtök íþróttafréttamanna tilkynntu í dag um tilnefningar sínar til íþróttamanns ársins, lið ársins og þjálfara ársins. Lið KA/Þórs er eitt þriggja liða sem koma til greina sem lið ársins og Rut Jónsdóttir er ein af þeim tíu sem koma til greina sem íþróttamaður ársins

19 frá KA og KA/Þór í landsliðsverkefni

Yngri landslið Íslands í handbolta, nánar tiltekið U20, U18, U16 og U15 hjá strákunum og U16 og U15 hjá stelpunum munu æfa á Höfuðborgarsvæðinu í byrjun janúar auk þess sem verður haldið áfram með fyrirlestraröðina Afreksmaður framtíðarinnar þar sem yngri landsliðin fá fræðslu sem nýtist þeim innan vallar sem utan

4. flokkur með fullt hús eftir sigur á Þór

Strákarnir á eldra ári í 4. flokki unnu afar sannfærandi 19-41 sigur á nágrönnum sínum í Þór í Síðuskóla í gærkvöldi en KA liðið náði 0-6 forystu í leiknum og leiddi 7-18 í hálfleik. Þetta var síðasti leikur strákanna á árinu sem hefur svo sannarlega verið magnað hjá þeim

Rut Jónsdóttir handknattleikskona ársins

Rut Arnfjörð Jónsdóttir leikmaður KA/Þórs var í dag valin besta handknattleikskona ársins af Handknattsleikssambandi Íslands. Rut fór fyrir liði KA/Þórs á árinu sem varð Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari auk þess sem að hún spilaði sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd á árinu

Dregið í jólahappdrætti KA og KA/Þórs

Dregið hefur verið í jólahappdrætti KA og KA/Þórs og kunnum við öllum þeim sem styrktu handboltaliðin okkar með miðakaupum kærlega fyrir stuðninginn. Aðeins var dregið úr seldum miðum en vinningana má vitja í KA-Heimilið frá og með morgundeginum, 16. desember og fram til 23. desember

Mikilvægur sigur KA á HK (myndaveisla)

KA tók á móti HK í síðasta heimaleik ársins í Olísdeild karla í KA-Heimilinu á föstudaginn en leikurinn var sá fyrsti í síðari umferð deildarinnar. KA vann góðan sigur er liðin mættust í Kópavogi fyrr í vetur og voru strákarnir staðráðnir í að sækja önnur mikilvæg tvö stig gegn liði HK